Liverpool sagt búið að bjóða í fyrirliða Roma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 15:31 Lorenzo Pellegrini er fjölhæfur og flottur miðjumaður. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Ítalskur landsliðsmaður gæti verið á leiðinni á Anfield í sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu. Liverpol er sagt búið að bjóða 25,8 milljónir punda í Lorenzo Pellegrini, fyrirliða Roma. Ítalska blaðið Corriere dello Sport slær þessu upp. Jose Mourinho tók á dögunum við sem knattspyrnustjóri Roma af Paulo Fonseca. Pellegrini er 24 ára gamall miðjumaður og fengi þá það hlutverki að koma í staðinn fyrir Georginio Wijnaldum sem fór á frjálsri sölu til franska liðsins Paris Saint Germain. Liverpool komst ekki að samkomulagi við Wijnaldum um nýjan samning við hollenska landsliðsmanninn sem ætlaði að semja við Barcelona en fékk síðan miklu betra tilboð frá PSG. Latest Liverpool transfers news and rumours - Lorenzo Pellegrini release clause detailed, Gini Wijnaldum 'panic button'#LFC https://t.co/MgRcYSksPV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 6, 2021 Lorenzo Pellegrini er uppalinn hjá Roma og hefur spilað með aðallliði félagsins frá árinu 2017 þegar félagið nýtti sér endurkaupsrétt eftir að hafa selt hann til Sassuolo. Hann tók við fyrirliðabandinu á þessu tímabili. Pellegrini er fjölhæfur miðjumaður, sem spilaði sem miðvörður í yngri flokkum og getur bæði sem afturliggjandi miðjumaður sem og fyrir aftan framherjana. Jordan Henderson, Fabinho og James Milner eru allir varnarhugsandi miðjumenn og þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita glíma mikið við meiðsli. Curtis Jones vantar líka meiri reynslu. Jürgen Klopp veit því að hann þarf beittari hníf í leikmannahópinn. Pellegrini var með 7 mörk og 7 stoðsendingar í ítölsku deildinni á nýloknu tímabili en á tímabilinu á undan var hann með 1 mark og 11 stoðsendingar. Pellegrini er í EM-hópi Ítala og fær treyju númer sjö í ítalska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst með leik Ítala og Tyrkja á föstudagskvöldið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Liverpol er sagt búið að bjóða 25,8 milljónir punda í Lorenzo Pellegrini, fyrirliða Roma. Ítalska blaðið Corriere dello Sport slær þessu upp. Jose Mourinho tók á dögunum við sem knattspyrnustjóri Roma af Paulo Fonseca. Pellegrini er 24 ára gamall miðjumaður og fengi þá það hlutverki að koma í staðinn fyrir Georginio Wijnaldum sem fór á frjálsri sölu til franska liðsins Paris Saint Germain. Liverpool komst ekki að samkomulagi við Wijnaldum um nýjan samning við hollenska landsliðsmanninn sem ætlaði að semja við Barcelona en fékk síðan miklu betra tilboð frá PSG. Latest Liverpool transfers news and rumours - Lorenzo Pellegrini release clause detailed, Gini Wijnaldum 'panic button'#LFC https://t.co/MgRcYSksPV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 6, 2021 Lorenzo Pellegrini er uppalinn hjá Roma og hefur spilað með aðallliði félagsins frá árinu 2017 þegar félagið nýtti sér endurkaupsrétt eftir að hafa selt hann til Sassuolo. Hann tók við fyrirliðabandinu á þessu tímabili. Pellegrini er fjölhæfur miðjumaður, sem spilaði sem miðvörður í yngri flokkum og getur bæði sem afturliggjandi miðjumaður sem og fyrir aftan framherjana. Jordan Henderson, Fabinho og James Milner eru allir varnarhugsandi miðjumenn og þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita glíma mikið við meiðsli. Curtis Jones vantar líka meiri reynslu. Jürgen Klopp veit því að hann þarf beittari hníf í leikmannahópinn. Pellegrini var með 7 mörk og 7 stoðsendingar í ítölsku deildinni á nýloknu tímabili en á tímabilinu á undan var hann með 1 mark og 11 stoðsendingar. Pellegrini er í EM-hópi Ítala og fær treyju númer sjö í ítalska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst með leik Ítala og Tyrkja á föstudagskvöldið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira