Hörð keppni um gullskóinn á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 08:01 Romelu Lukaku, Kylian Mbappé og Harry Kane eru allir líklegir til að skora mörk á EM. EPA Harry Kane, Romelu Lukaku og Kylian Mbappé eru efstir á blaði hjá veðbönkum yfir þá sem eru taldir líklegastir til að vinna gullskóinn á Evrópumótinu í fótbolta. Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira