Dæmdur fyrir nauðgun eftir að játning náðist á upptöku Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 22:01 Héraðsdómur Reykjaness, í Hafnarfirði. Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Refsing mannsins er skilorðsbundin til þriggja ára þar sem hann glímir við margþættan geðvanda. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira