Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 17:01 Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur konum. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira