Attenborough fundar með leiðtogum G7 í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:56 David Attenborough mun funda með leiðtogum G7 ríkjanna í dag. Getty/Jeremy Selwyn Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag. Öll G7 ríkin hafa heitið því að verða kolefnishlutlaus árið 2050 en umhverfisaðgerðasinnar segja það of seint. Rætt verður á fundi ríkjanna í dag hvernig hægt sé að hjálpa þróunarlöndum að minnka kolefnisútblástur. Þá er ráðgert að ríkin innleiði stífa stefnu um sniðgöngu kolaorkuvera. Attenborough varaði við því á dögunum að mannfólkið sé við það að koma öllu lífríki jarðarinnar úr jafnvægi. Þá hefur hann beint því að leiðtogum G7 að þeir þurfi að taka eina mikilvægustu ákvörðun mannkynssögunnar á fundi sínum. Umhverfismál hafa verið í brennidepli á fundi ríkjanna. Talið er að leiðtogarnir muni samþykkja alþjóðlega stefnu um minnkun útblásturs frá samgöngum, landbúnaði og framleiðslu. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Extinction Rebellion blésu til kröfugöngu í St. Ives í Cornwall á Bretlandi í fyrradag, þar sem fundurinn fer fram. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga ríkjanna á loftslagsvánni. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. Loftslagsmál Bretland Tengdar fréttir „Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15 Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Öll G7 ríkin hafa heitið því að verða kolefnishlutlaus árið 2050 en umhverfisaðgerðasinnar segja það of seint. Rætt verður á fundi ríkjanna í dag hvernig hægt sé að hjálpa þróunarlöndum að minnka kolefnisútblástur. Þá er ráðgert að ríkin innleiði stífa stefnu um sniðgöngu kolaorkuvera. Attenborough varaði við því á dögunum að mannfólkið sé við það að koma öllu lífríki jarðarinnar úr jafnvægi. Þá hefur hann beint því að leiðtogum G7 að þeir þurfi að taka eina mikilvægustu ákvörðun mannkynssögunnar á fundi sínum. Umhverfismál hafa verið í brennidepli á fundi ríkjanna. Talið er að leiðtogarnir muni samþykkja alþjóðlega stefnu um minnkun útblásturs frá samgöngum, landbúnaði og framleiðslu. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Extinction Rebellion blésu til kröfugöngu í St. Ives í Cornwall á Bretlandi í fyrradag, þar sem fundurinn fer fram. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga ríkjanna á loftslagsvánni. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle.
Loftslagsmál Bretland Tengdar fréttir „Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15 Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
„Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. 12. júní 2021 13:15
Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. 12. júní 2021 13:06
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03