Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 11:30 Kasper Schmeichel horfir á boltann í netinu eftir skalla Finnans Joel Pohjanpalo. AP/Martin Meissner Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40