Suu Kyi dregin fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 11:58 Aung San Suu Kyi var leidd fyrir dómara í morgun. Herforingjastjórnin sakar hana um ýmsa glæpi, allt frá því að brjóta sóttvarnareglur til þess að flytja inn talstöðvar fyrir lífverði sína. AP/Peter Dejong Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar. Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar.
Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37