Næstráðandi hættir vegna örlagaríks golfhrings Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 13:29 Mike Rouleau (lengst til vinstri) segir að hann einn eigi að vera dreginn til ábyrgðar vegna golfhringsins. Getty Næstráðandi innan kanadíska hersins, undirhershöfðinginn Mike Rouleau, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hann spilaði golf með fyrrverandi yfirmanni kanadíska hersins sem nú sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring. Kanada Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring.
Kanada Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira