Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 17:00 Marcus Berg var nálægt því að skora fyrir Svía í gær en hitti boltann illa á ögurstundu. EPA/Pierre Philippe Marcou Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld. Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01
Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57