Fimm teymi komust áfram í samkeppni um þróunina við Keflavíkurflugvöll til 2050 Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 09:48 Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Kadeco Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“ Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“
Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira