Eiður Smári í tímabundið leyfi: Mun svo sannarlega taka á mínum málum Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 15:09 Eiður Smári Guðjohnsen verður áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir tímabundið leyfi. Getty/Marc Atkins Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Guðjohnsen þar sem segir að hann sé kominn í tímabundið leyfi frá starfi sínu sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. KSÍ hefur veitt Eiði skriflega áminningu en lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun hans að leita sér hjálpar og mun Eiður snúa aftur til starfa fyrir næstu landsleiki. Óvissa hefur ríkt um stöðu Eiðs sem aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir að myndband af honum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hann sást kasta af sér vatni að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Þá vakti athygli í mars síðastliðnum þegar Eiður virtist undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf Eiðs hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Nú er ljóst að hann heldur starfi sínu og kveðst Eiður ætla að taka á sínum persónulegu málum, eins og hann orðar það í yfirlýsingu. Næstu landsleikir Íslands eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar Rúmenía, Norður-Makedónía og Þýskaland koma á Laugardalsvöll. Eiður verður að óbreyttu með í því verkefni. Í tilkynningu KSÍ segir: Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta. Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Eiði Smára: „Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“ KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13 Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
KSÍ hefur veitt Eiði skriflega áminningu en lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun hans að leita sér hjálpar og mun Eiður snúa aftur til starfa fyrir næstu landsleiki. Óvissa hefur ríkt um stöðu Eiðs sem aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir að myndband af honum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hann sást kasta af sér vatni að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Þá vakti athygli í mars síðastliðnum þegar Eiður virtist undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf Eiðs hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Nú er ljóst að hann heldur starfi sínu og kveðst Eiður ætla að taka á sínum persónulegu málum, eins og hann orðar það í yfirlýsingu. Næstu landsleikir Íslands eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar Rúmenía, Norður-Makedónía og Þýskaland koma á Laugardalsvöll. Eiður verður að óbreyttu með í því verkefni. Í tilkynningu KSÍ segir: Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta. Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Eiði Smára: „Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“
Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta.
„Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13 Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti