Ragnar Bragason: „Kannski erum við það vitlausir að trúa því að við getum unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 17:31 Ragnar Örn Bragason var valinn maður leiksins í fyrstu viðureign Þórs frá Þorlákshöfn og Keflavíkur í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var valinn meður leiksins þegar liðið mætti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. Þórsarar unnu stórsigur, 91-73 og Ragnar Örn mætti í settið eftir leik. „Mér líður bara nokkuð vel. Það er sterkt að koma hingað til Keflavíkur og vinna fyrsta leik. Það höfðu fáir trú á því að við myndum gera það, þannig að við erum sáttir,“ sagði Ragnar þegar hann ræddi við sérfræðinga Körfuboltakvölds. Þórsurum var spáð níunda sæti Domino's deildarinnar og komu öllum á óvart þegar þeir lönduðu öðru sætinu. Margir óttuðust það að þeir væru orðnir saddir eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu, en svo virðist alls ekki vera. „Við erum ekkert saddir. Flestir eru auðvitað voðalega ánægðir að vera komnir í úrslit, en okkur langar í meira. Við erum ekki komnir hingað til að gefa Keflavík bara eitthvað smá show.“ Einhverjir höfðu áhyggjur af því að það væri erfitt fyrir Þórsara að ná sér niður eftir einvígið gegn Stjörnunni, en þar þurfti oddaleik til að skera úr um sigurvegarann. Ragnar segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki farið fram úr sér. „Við svo sem gerðum ekki neitt nýtt. Við fórum bara aftur í grunninn og skoðuðum andstæðingana vel og hvað við ætluðum að gera á móti þeim.“ „Við fórum ekkert of hátt eftir Stjörnuseríuna og við erum komnir hingað til að reyna að vinna þann stóra.“ „Það er erfitt að fara ekki of hátt upp. Í svona litlu samfélagi og að komast í úrslit, þá eru allir mjög peppaðir. Hvort sem maður er bara að fara út í búð eða hvað sem það er þá verður maður bara að reyna að segja já og takk og ekki fara með fólkinu upp.“ Klippa: Raggi Braga í setti eftir leik Ragnar hrósaði svo þjálfara liðsins, Lárusi Jónssyni, en þetta er fyrsta tímabilið sem hann stýrir Þór frá Þorlákshöfn. „Hann kemur með mikla fagmennsku. Við erum mjög skipulagðir og spilum körfubolta sem hentar okkur nokkuð vel. Við erum vel undirbúnir og það smitast út bullandi sjálfstraust í liðið.“ „Við trúum að við getum unnið. Kannski erum við það vitlausir að trúa því að við getum unnið þegar það eru 363.000 manns á landinu sem trúa því ekki að við getum unnið.“ Ragnar talaði líka aðeins um leikinn sem spilaður var fyrr um kvöldið. Keflvíkingar skiptu í svæðisvörn um miðjan leik og Ragnar segir að leikmenn Þórs hafi verið undirbúnir undir það. „Við vorum ágætlega undirbúnir fyrir svæðisvörnina. Við vissum að þeir myndu fara í þessa svæðisvörn á einhverjum tímapunkti. Við vorum vel undibúnir fyrir það og náðum að hreyfa boltann vel og búa til opnanir.“ Ragnar var ekki sá eini sem var heitur í leiknum gegn Keflavík. Þórsarar hafa nokkrum sinnum í vetur hitt á svona leiki þar sem allt virðist ganga upp hjá þeim, og þetta var einn af þeim leikjum. „Þegar ég horfi á þetta núna sé ég að þetta er allt bara mjög góð boltahreyfing og hún snérist um að gefa einhverjum af okkur skot. Og þó að þeir bakki stundum frá Styrmi Snæ þá getur hann alveg sett hann og mér fannst við bara vera að finna opin skot í dag.“ „Styrmir er bara góður skotmaður ef þetta fer ekki inn í hausinn á honum eins og það gerði í fyrsta leik í deildinni. Það var kannski fínt að fá smá generalprufu á vörninni frá Milka þar. Hann var líka bara svolítið klókur í dag. Hann var að hreyfa sig vel án bolta þegar Milka datt af honum og þegar hann fær boltann á ferðinni þá er erfitt að stoppa hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Mér líður bara nokkuð vel. Það er sterkt að koma hingað til Keflavíkur og vinna fyrsta leik. Það höfðu fáir trú á því að við myndum gera það, þannig að við erum sáttir,“ sagði Ragnar þegar hann ræddi við sérfræðinga Körfuboltakvölds. Þórsurum var spáð níunda sæti Domino's deildarinnar og komu öllum á óvart þegar þeir lönduðu öðru sætinu. Margir óttuðust það að þeir væru orðnir saddir eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu, en svo virðist alls ekki vera. „Við erum ekkert saddir. Flestir eru auðvitað voðalega ánægðir að vera komnir í úrslit, en okkur langar í meira. Við erum ekki komnir hingað til að gefa Keflavík bara eitthvað smá show.“ Einhverjir höfðu áhyggjur af því að það væri erfitt fyrir Þórsara að ná sér niður eftir einvígið gegn Stjörnunni, en þar þurfti oddaleik til að skera úr um sigurvegarann. Ragnar segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki farið fram úr sér. „Við svo sem gerðum ekki neitt nýtt. Við fórum bara aftur í grunninn og skoðuðum andstæðingana vel og hvað við ætluðum að gera á móti þeim.“ „Við fórum ekkert of hátt eftir Stjörnuseríuna og við erum komnir hingað til að reyna að vinna þann stóra.“ „Það er erfitt að fara ekki of hátt upp. Í svona litlu samfélagi og að komast í úrslit, þá eru allir mjög peppaðir. Hvort sem maður er bara að fara út í búð eða hvað sem það er þá verður maður bara að reyna að segja já og takk og ekki fara með fólkinu upp.“ Klippa: Raggi Braga í setti eftir leik Ragnar hrósaði svo þjálfara liðsins, Lárusi Jónssyni, en þetta er fyrsta tímabilið sem hann stýrir Þór frá Þorlákshöfn. „Hann kemur með mikla fagmennsku. Við erum mjög skipulagðir og spilum körfubolta sem hentar okkur nokkuð vel. Við erum vel undirbúnir og það smitast út bullandi sjálfstraust í liðið.“ „Við trúum að við getum unnið. Kannski erum við það vitlausir að trúa því að við getum unnið þegar það eru 363.000 manns á landinu sem trúa því ekki að við getum unnið.“ Ragnar talaði líka aðeins um leikinn sem spilaður var fyrr um kvöldið. Keflvíkingar skiptu í svæðisvörn um miðjan leik og Ragnar segir að leikmenn Þórs hafi verið undirbúnir undir það. „Við vorum ágætlega undirbúnir fyrir svæðisvörnina. Við vissum að þeir myndu fara í þessa svæðisvörn á einhverjum tímapunkti. Við vorum vel undibúnir fyrir það og náðum að hreyfa boltann vel og búa til opnanir.“ Ragnar var ekki sá eini sem var heitur í leiknum gegn Keflavík. Þórsarar hafa nokkrum sinnum í vetur hitt á svona leiki þar sem allt virðist ganga upp hjá þeim, og þetta var einn af þeim leikjum. „Þegar ég horfi á þetta núna sé ég að þetta er allt bara mjög góð boltahreyfing og hún snérist um að gefa einhverjum af okkur skot. Og þó að þeir bakki stundum frá Styrmi Snæ þá getur hann alveg sett hann og mér fannst við bara vera að finna opin skot í dag.“ „Styrmir er bara góður skotmaður ef þetta fer ekki inn í hausinn á honum eins og það gerði í fyrsta leik í deildinni. Það var kannski fínt að fá smá generalprufu á vörninni frá Milka þar. Hann var líka bara svolítið klókur í dag. Hann var að hreyfa sig vel án bolta þegar Milka datt af honum og þegar hann fær boltann á ferðinni þá er erfitt að stoppa hann.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum