Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og skúrir, einkum á sunnanverðu landinu en víða um land á morgun. Hiti sex til ellefu stig að deginum.
Veðrið um helgina verður í rólegri kantinum, víða skýjað og skúrir á víð og dreif, og lítur út fyrir að það verði einna helst að Norðurland sleppi að mestu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Hiti 4 til 11 stig, mildast S-lands.
Á sunnudag: Vestan 3-8 og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Á mánudag (sumarsólstöður): Sunnanátt og rigning V-lands, en bjart með köflum A-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.
Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og dálítil rigning S- og V-lands, en norðvestlægari og líkur á skúrum síðdegis á NA-verðu landinu. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag: Norðlæg átt og skýjað fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnantil.
Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt með bjartviðri í flestum landshlutum, síst austast. Svalt austanlands, en annars víða 8 til 16 stig.