Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:41 Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Vísir/Arnar Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05
Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15