Lárus hrósar Styrmi og „litáíska ljúfmenninu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 11:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, stýrði sínum mönnum til annars sigursins í röð á Keflavík. Liðið leiðir 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Stöð 2 Sport Lárus Jónsson var í settinu í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld eftir 88-83 sigur liðs hans Þórs Þorlákshafnar á Keflavík. Þór leiðir einvígið nú 2-0. „Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
„Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira