Nýjustu þríburar landsins dafna vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2021 20:03 Hanna Björk og Arnar Long með nýjustu þríbura landsins, börnin sín, sem komu í heiminn 1. apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti. Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira