Þorvaldur: Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 19:26 Þorvaldur var ánægður með sína menn í dag Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson var ánægður með sína menn í dag og sérstaklega fyrri hálfleikinn, þegar Stjarnan lagði HK að velli 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinn í dag. Stjörnumennn voru með góð tök á leiknum en í lok leiksins skoraði HK eitt mark og heimamenn klúðruðu víti þannig að það kemur ekki á óvart að það hafi farið um marga Garðbæinga seinustu mínúturnar. „Yfirburðir okkar voru gífurlegir í fyrri hálfleik og staðan 2-0 segir ekki allt um leikinn eins og hann spilaðist. Við hefðum átt að vera komnir í 3 eða 4-0 auðveldlega en 2-0 á að vera nóg til að sigla sigrinum heim. Einnig í seinni hálfleik. Þeir komu sterkari út en við án þess þó að skapa sér neitt og rétt áður en þeir skora þá erum við með þetta allt undir kontról og það var ekkert svo sem í spilunum en markið gefur þeim innspýtingu og fengu þeir eitt gott færi til að jafna. Við brennum svo náttúrlega af víti en fáum líka góð færi til að klára þetta. Við vorum rosalega góðir í fyrri hálfleik og bara miklu betri og við kláruðum þetta fyrir rest og það telur þrjú stig.“ Eftir slaka byrjun Stjörnumanna þá hafa þeir ekki tapað leik í fjóra leiki í röð en það hafa komið tvö jafntefli og tveir sigrar. Þorvaldur var spurður að því hvað væri að valda þessum viðsnúning. „Fyrst og fremst er það að getustig leikmanna er mjög gott. Vissulega ströggluðum við og maí var ekki góður mánuður fyrir okkur og við höfum þurft að hafa fyrir þessu undanfarið. Við höfum verið að vinna vel í okkar málum og menn með meiri einbeitingu, stigið upp og gert vel bæði æfingum og í vinnuvikunni og komið með það inn á völlinn.“ Að lokum var Þorvaldur spurður að því hvort eitthvað hafi verið rætt um, fyrir leik, mikilvægi þess að vinna HK í dag þar sem þeir voru ekki nema einu stigi frá Stjörnunni og með leik inni. „Það var nú lítið velt því fyrir sér því það er alveg sama í hvaða leik við erum að fara. Við spiluðum á móti FH í síðasta leik á útivelli. Þeir voru búnir að eiga slæmt gengi þar og við eigum bara nóg með okkur hvort sem það sé HK, FH eða Valur. Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium. Tvö eða þrjú góð úrslit í röð, það getur verið erfitt hvaða lið sem það eru en við höfum gert þetta mjög vel.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
„Yfirburðir okkar voru gífurlegir í fyrri hálfleik og staðan 2-0 segir ekki allt um leikinn eins og hann spilaðist. Við hefðum átt að vera komnir í 3 eða 4-0 auðveldlega en 2-0 á að vera nóg til að sigla sigrinum heim. Einnig í seinni hálfleik. Þeir komu sterkari út en við án þess þó að skapa sér neitt og rétt áður en þeir skora þá erum við með þetta allt undir kontról og það var ekkert svo sem í spilunum en markið gefur þeim innspýtingu og fengu þeir eitt gott færi til að jafna. Við brennum svo náttúrlega af víti en fáum líka góð færi til að klára þetta. Við vorum rosalega góðir í fyrri hálfleik og bara miklu betri og við kláruðum þetta fyrir rest og það telur þrjú stig.“ Eftir slaka byrjun Stjörnumanna þá hafa þeir ekki tapað leik í fjóra leiki í röð en það hafa komið tvö jafntefli og tveir sigrar. Þorvaldur var spurður að því hvað væri að valda þessum viðsnúning. „Fyrst og fremst er það að getustig leikmanna er mjög gott. Vissulega ströggluðum við og maí var ekki góður mánuður fyrir okkur og við höfum þurft að hafa fyrir þessu undanfarið. Við höfum verið að vinna vel í okkar málum og menn með meiri einbeitingu, stigið upp og gert vel bæði æfingum og í vinnuvikunni og komið með það inn á völlinn.“ Að lokum var Þorvaldur spurður að því hvort eitthvað hafi verið rætt um, fyrir leik, mikilvægi þess að vinna HK í dag þar sem þeir voru ekki nema einu stigi frá Stjörnunni og með leik inni. „Það var nú lítið velt því fyrir sér því það er alveg sama í hvaða leik við erum að fara. Við spiluðum á móti FH í síðasta leik á útivelli. Þeir voru búnir að eiga slæmt gengi þar og við eigum bara nóg með okkur hvort sem það sé HK, FH eða Valur. Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium. Tvö eða þrjú góð úrslit í röð, það getur verið erfitt hvaða lið sem það eru en við höfum gert þetta mjög vel.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira