Tvær mömmur í Ólympíuliði Bandaríkjamanna í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 13:30 Allyson Felix fagnar hér Ólympíusæti sínu með dótturinni Camryn á bandaríska úrtökumótinu. AP/Ashley Landis Bandarísku spretthlaupararnir Allyson Felix og Quanera Hayes tryggðu sér um helgina sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna í 400 metra hlaupi en þær eiga líka annað sameiginlegt. Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira