Faxaflóahafnir búast við 92 skemmtiferðaskipum Árni Sæberg skrifar 21. júní 2021 20:05 Ólíklegt er að staða svipuð þessari verði við Faxaflóahafnir í sumar. VÍSIR Samkvæmt nýjustu áætlunum Faxaflóahafna er von á 92 skemmtiferðaskipum með 60 þúsund farþega um borð, það sem eftir lifir ári. Í byrjun árs voru 198 skemmtiferðaskipakomur til Faxaflóahafna með um 217 þúsund farþega. Skipakomur byggja enn á væntingum farþegaskipanna og getur enn margt breyst fram að hausti. Til að mynda komu einungis sjö skemmtiferðaskip í fyrra þrátt fyrir mikinn fjölda bókanna. Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu fimmtudaginn 24. júní, en það er Viking Sky sem kemur og hefur viðdvöl til 27. júní í höfuðborginni. Skipið getur tekið 930 farþega en í fyrstu ferðinni eru bókaðir í kring um 400 farþegar. Þegar líða tekur á sumarið, þá mun bókuðum farþegum fjölga í skipinu. Viking Sky siglir án farþega til landsins. Farþegarnir munu koma bólusettir til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll. Farþegum er skylt að fylgja eftir þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi. Farið verður að öllu leiti eftir fyrirmælum frá Landlækni og Almannavörnum, engar undantekningar eru gerðar. Stærstu skipin eru ekki væntanleg til landsins Í júlí mánuði fer skipaumferð farþegaskipa að aukast jafnt og þétt, ef allt gengur eftir. Í ár verður mest um lítil og meðalstór skip. Hverfandi líkur er á því að stór skemmtiferðaskip komi til landsins. Það eru enn bókaðar nokkrar þannig skipakomur, en byggt á reynslu fyrra árs þá munu stóru skipin að öllum líkindum afbóka eftir því sem nær dregur. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Bókunarstaða hjá Faxaflóahöfnum fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út fyrir að það ár verði metár hvaða varðar skipakomur og farþegafjölda ef allt gengur eftir. Á morgun þriðjudag, 22. júní, verður upplýsingafundur með hagsmunaaðilum sem koma að skemmtiferðaskipum hér á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Faxaflóahafna kl. 13:00. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld og rætt við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Skipakomur byggja enn á væntingum farþegaskipanna og getur enn margt breyst fram að hausti. Til að mynda komu einungis sjö skemmtiferðaskip í fyrra þrátt fyrir mikinn fjölda bókanna. Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu fimmtudaginn 24. júní, en það er Viking Sky sem kemur og hefur viðdvöl til 27. júní í höfuðborginni. Skipið getur tekið 930 farþega en í fyrstu ferðinni eru bókaðir í kring um 400 farþegar. Þegar líða tekur á sumarið, þá mun bókuðum farþegum fjölga í skipinu. Viking Sky siglir án farþega til landsins. Farþegarnir munu koma bólusettir til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll. Farþegum er skylt að fylgja eftir þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi. Farið verður að öllu leiti eftir fyrirmælum frá Landlækni og Almannavörnum, engar undantekningar eru gerðar. Stærstu skipin eru ekki væntanleg til landsins Í júlí mánuði fer skipaumferð farþegaskipa að aukast jafnt og þétt, ef allt gengur eftir. Í ár verður mest um lítil og meðalstór skip. Hverfandi líkur er á því að stór skemmtiferðaskip komi til landsins. Það eru enn bókaðar nokkrar þannig skipakomur, en byggt á reynslu fyrra árs þá munu stóru skipin að öllum líkindum afbóka eftir því sem nær dregur. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Bókunarstaða hjá Faxaflóahöfnum fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út fyrir að það ár verði metár hvaða varðar skipakomur og farþegafjölda ef allt gengur eftir. Á morgun þriðjudag, 22. júní, verður upplýsingafundur með hagsmunaaðilum sem koma að skemmtiferðaskipum hér á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Faxaflóahafna kl. 13:00. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld og rætt við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira