Fólk verði að tilkynna grun um mansal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 22:07 Karl Steinar Valsson er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Lögreglan Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis. Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis.
Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira