Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2021 08:34 Flottar sjóbleikjur úr Hraunsfirði Mynd: Tommi Skúla Eitt skemmtilegasta sjóbleikjuvatn á vesturlandi virðist hafa vaknað til lífsins eftir heldur magra veiðidaga í sumar. Vatnið getur verið einstaklega gjöfult og í því er sjóbleikja sem oftar en ekki er stærri en hefðbundin vatnableikja í meðalstærðum. Það er ekki óalgengt að landa 4-5 punda bleikjum í vatninu en heilt yfir eru stærðir 2-3 pund það sem oftast lendir í háfnum. Tómas Skúlason var við veiðar í vatninu nýlega og eins og myndin ber með sér gekk veiðin vel og bleikjurnar sem liggja á bakkanum eins fallegar og þeir verða. Alls setti hann og veiðifélagi hans í 14 fiska og lönduðu 7. Þeir sem eru forvitnir um hvað bleikjan er að taka ættu að skreppa í kaffi til Tomma í Veiðiportinu, hann á klárlega það sem hún tók í flugubakkanum í búðinni. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Vatnið getur verið einstaklega gjöfult og í því er sjóbleikja sem oftar en ekki er stærri en hefðbundin vatnableikja í meðalstærðum. Það er ekki óalgengt að landa 4-5 punda bleikjum í vatninu en heilt yfir eru stærðir 2-3 pund það sem oftast lendir í háfnum. Tómas Skúlason var við veiðar í vatninu nýlega og eins og myndin ber með sér gekk veiðin vel og bleikjurnar sem liggja á bakkanum eins fallegar og þeir verða. Alls setti hann og veiðifélagi hans í 14 fiska og lönduðu 7. Þeir sem eru forvitnir um hvað bleikjan er að taka ættu að skreppa í kaffi til Tomma í Veiðiportinu, hann á klárlega það sem hún tók í flugubakkanum í búðinni.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði