30 ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið þernuna sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 10:46 Konan hafði misst fimmtán kíló á fjórtán mánuðum þegar hún lést. Getty Kona frá Singapúr hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið mjanmarska þernu sína. Þernan vó aðeins 24 kíló þegar hún lést árið 2016. Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi. Singapúr Mjanmar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi.
Singapúr Mjanmar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent