Tryggði sig inn á Ólympíuleikana með snakkpoka í eyrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 14:30 Þetta var mjög stór stund fyrir Christinu Clemons og hún gat ekki haldið aftur af tárunum. Getty/Patrick Smith Næstum því áratugabið eftir sæti á Ólympíuleikum lauk hjá Christinu Clemons um helgina en það gat ekki staðið tæpara. Clemons verður í Ólympíuliði Bandaríkjanna í frjálsum íþróttum þegar leikarnir fara fram í Tókýó seinna í sumar. Christina Clemons from Waldorf, MD (Westlake High School) finally makes the Olympic team!!! @wusa9 @WUSA9sports #OlympicTrials2021 pic.twitter.com/ydRezjR7km— Darren M. Haynes (@DarrenMHaynes) June 21, 2021 Hún náði þriðja sæti í 110 metra grindahlaupi á úrtökumóti bandaríska landsliðsins en þær Keni Harrison og Brianna McNeal voru í fyrstu tveimur sætunum. Clemons kom í mark á 12,53 sekúndum en hún var .005 sekúndum á undan Gabbi Cunningham sem missti þar með af leikunum með grátlegum hætti. Clemons er orðinn 31 árs gömul og hefur beðið lengi eftir tækifærinu til að fá að keppa á Ólympíuleikum. Hún var risastór frjálsíþróttastjarna í háskóla og vann tvo háskólalitla á lokaári sínu. Það hefur síðan ekki gengið upp hjá henni í kringum Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Ég er búin að vera að reyna að komast í Ólympíuliðið síðan 2012. Ég sleit hásin 2013 og var ekki heil árið 2016. Við urðum síðan að bíða í heilt ár árið 2020. Það er búið að líta framhjá mér, það er búið að afskrifa mig en þegar guð er með þér í liði þá skiptir það engu máli. Ég er svo ánægð,“ sagði Christina Clemons eftir hlaupið. Eyrnarlokkar grindahlauparans Christina Clemons vöktu talsverða athygli á úrtökumóti Bandaríkjamanna fyrir Ólympíuleikanna en þeir voru í raun Doritos snakkpokar af Cool Ranch gerð. Líklega auglýsing en nógu sérstök til að fá talsverða athygli eins og sjá má hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Clemons verður í Ólympíuliði Bandaríkjanna í frjálsum íþróttum þegar leikarnir fara fram í Tókýó seinna í sumar. Christina Clemons from Waldorf, MD (Westlake High School) finally makes the Olympic team!!! @wusa9 @WUSA9sports #OlympicTrials2021 pic.twitter.com/ydRezjR7km— Darren M. Haynes (@DarrenMHaynes) June 21, 2021 Hún náði þriðja sæti í 110 metra grindahlaupi á úrtökumóti bandaríska landsliðsins en þær Keni Harrison og Brianna McNeal voru í fyrstu tveimur sætunum. Clemons kom í mark á 12,53 sekúndum en hún var .005 sekúndum á undan Gabbi Cunningham sem missti þar með af leikunum með grátlegum hætti. Clemons er orðinn 31 árs gömul og hefur beðið lengi eftir tækifærinu til að fá að keppa á Ólympíuleikum. Hún var risastór frjálsíþróttastjarna í háskóla og vann tvo háskólalitla á lokaári sínu. Það hefur síðan ekki gengið upp hjá henni í kringum Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Ég er búin að vera að reyna að komast í Ólympíuliðið síðan 2012. Ég sleit hásin 2013 og var ekki heil árið 2016. Við urðum síðan að bíða í heilt ár árið 2020. Það er búið að líta framhjá mér, það er búið að afskrifa mig en þegar guð er með þér í liði þá skiptir það engu máli. Ég er svo ánægð,“ sagði Christina Clemons eftir hlaupið. Eyrnarlokkar grindahlauparans Christina Clemons vöktu talsverða athygli á úrtökumóti Bandaríkjamanna fyrir Ólympíuleikanna en þeir voru í raun Doritos snakkpokar af Cool Ranch gerð. Líklega auglýsing en nógu sérstök til að fá talsverða athygli eins og sjá má hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira