Ósáttur við að vinalisti á Facebook hafi ratað í vinnustaðagreiningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 15:51 Dæmi um Facebook-vinalista. Fólkið á myndinni tengist fréttinni þó ekki að öðru leyti en því að vera starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og Facebook-vinir þess sem fréttina skrifar. Persónuvernd segir að vinnsla vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn geti talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans. Starfsmaður fyrirtækis nokkurs kvartaði yfir því að vinnuveitandi hefði notað upplýsingar af vinalista starfsmannsins á Facebook við vinnustaðagreiningu. Í úrskurði Persónuverndar má lesa að vinnustaðagreiningin hafi farið fram í fyrirtækinu. Starfsmaðurinn sagði að í vinnustaðagreiningunni hefði verið fjallað um vinalista hans og birti skjáskot því til stuðnings. Þar kom fram að þeir starfsmenn sem hefðu verið ósammála honum hefðu fundið fyrir því í samskiptum við hann. Einum hefði til dæmis verið hent út af vinalistanum. Fyrirtækið hélt uppi vörnum og sagði vinalistann ekki hafa verið skoðaðan, hvorki í tengslum við vinnustaðagreiningu né annað hjá félaginu. Kvartandanum hefði verið tilkynnt um það. Hins vegar staðfesti fyrirtækið að umræddur texti, sem kvartandinn tók skjáskot af, hefði komið fram í vinnustaðagreiningunni. Við gerð hennar hefði sérfræðingur verið fenginn til að taka samtöl við samstarfsmenn og útbúa samantekt úr þeim auk þess að gera tillögur að úrbótum. Persónuvernd segir í niðurstöðu sinni að almennt sé litið svo á að vinnsla vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn geti talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans. Vinnuveitandi hafi lögmæta hagsmuni af slíkri vinnslu að því gefnu að meginreglum persónuverndarlaga sé fylgt, meðal annars um meðalhóf. Með vísan til þess telur Persónuvernd að ekki hafi átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga sem brýtur gegn lögum. Ekki sé tilefni fyrir Persónuvernd að rannsaka málið nánar. Facebook Persónuvernd Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í úrskurði Persónuverndar má lesa að vinnustaðagreiningin hafi farið fram í fyrirtækinu. Starfsmaðurinn sagði að í vinnustaðagreiningunni hefði verið fjallað um vinalista hans og birti skjáskot því til stuðnings. Þar kom fram að þeir starfsmenn sem hefðu verið ósammála honum hefðu fundið fyrir því í samskiptum við hann. Einum hefði til dæmis verið hent út af vinalistanum. Fyrirtækið hélt uppi vörnum og sagði vinalistann ekki hafa verið skoðaðan, hvorki í tengslum við vinnustaðagreiningu né annað hjá félaginu. Kvartandanum hefði verið tilkynnt um það. Hins vegar staðfesti fyrirtækið að umræddur texti, sem kvartandinn tók skjáskot af, hefði komið fram í vinnustaðagreiningunni. Við gerð hennar hefði sérfræðingur verið fenginn til að taka samtöl við samstarfsmenn og útbúa samantekt úr þeim auk þess að gera tillögur að úrbótum. Persónuvernd segir í niðurstöðu sinni að almennt sé litið svo á að vinnsla vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn geti talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans. Vinnuveitandi hafi lögmæta hagsmuni af slíkri vinnslu að því gefnu að meginreglum persónuverndarlaga sé fylgt, meðal annars um meðalhóf. Með vísan til þess telur Persónuvernd að ekki hafi átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga sem brýtur gegn lögum. Ekki sé tilefni fyrir Persónuvernd að rannsaka málið nánar.
Facebook Persónuvernd Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira