Nýja hraunlíkanið gerir ráð fyrir bæði minni og stærri sviðsmynd þar sem reiknað er með mismiklu magni af hrauni. Sú stærri sýnir mögulega stöðu á hraunbreiðunni í sumar eða byrjun hausts að öllu óbreyttu.
Uppfært kort. Veðurstofan birti fyrr í dag kort með röngum merkingum, sem fór inn í fréttina. Þar var hraunflæðið sagt mælt í rúmkílómetrum en rétt er að miðað er við milljón rúmmetra:
![](https://www.visir.is/i/E5D3401E50A542DD0500C788EBD9A47360D5A3B89F37CEB35FDBE867F576E851_713x0.jpg)
Í tilkynningu frá Veðurstofunni er vitnað í Sögu Barsotti, fagstjóra eldfjallavár á Veðurstofunni, en hún segir að hraunflæðilíkönin hafi reynst viðbragðsaðilum afar gagnleg til að meta mögulegar hættur og tjón á innviðum.
Gosið hefur staðið yfir í nær þrjá mánuði og skipt um takt nokkrum sinnum. Ekkert bendir til þess að það muni hætta á næstunni.
„Þegar kemur að hraunflæði er ef til vill ekki eins mikilvægt að svara spurningunni um hvenær hraun nái ákveðinni útbreiðslu eins og hver mögulegur farvegur hraunsins verði,“ segir Sara. „Í því samhengi teljum við að hraunflæðilíkön geti áfram nýst okkur vel við gerð viðbragðsáætlanna.“