„Óli Jó gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 09:01 Ólafur Jóhannesson hefur unnið titla með bæði FH og Val. Skjámynd/S2 Sport Ólafur Jóhannesson er tekinn við FH-liðinu á ný og stýrir því í fyrsta sinn í Mjólkurbikarleik í kvöld. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu meðal annars endurkomu Ólafs í Kaplakrika. Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira