Heimir segist aldrei hafa krafist kredits fyrir Kötlu Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2021 11:00 Svo virðist sem upphlaupið sem hefur orðið vegna kredit-mála í tengslum við Kötlu-þáttaröðina sé að einhverju leyti á misskilningi byggt. Heimir Sverrisson leikmyndagerðarmaður hefur skrifað pistil sem hann vonar að verði til að lægja öldur í kvikmyndageiranum. Komið hefur fram að deilur eru um hvort hann hafi verið hlunnfarinn um það sem kallast kredit; að vera getið í lista yfir aðstandendur Kötlu-þátta Baltasars Kormáks sem hafa verið að gera góða hluti á Netflix að undanförnu. Vísir greindi meðal annars frá málinu: Þar kemur meðal annars fram að Arnar Orri Bjarnason framkvæmdastjóri Irmu Stúdíó segir í færslu á Facebook að þrátt fyrir að Irma hafi komið að hönnun og smíði á leikmyndinni hafi þess ekki verið getið í kreditlista þáttana. Heimir segist rita pistil sinn að gefnu tilefni, hann hafi sagt sig frá Kötlu þegar stutt var í tökur í byrjun árs 2020. „Daginn eftir sendi ég framleiðendum bréf og baðst undan því að mitt nafn kæmi fram í sambandi við umrædda þáttaröð. Mér fannst þessi ákvörðun bæði rétt fyrir mig og verkefnið sjálft á þessum tíma og er enn á þeirri skoðun,“ segir Heimir. Heitar umræður um málið innan geirans Þá vísar hann til umræðna á samfélagsmiðlum sem hafa reynst heitar. En þannig hefur Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður ritað pistil á sinn Facebook-vettvang þar sem hún segir að vegið sé að henni persónulega og því haldið fram að henni hafi ranglega verið veittur heiður af leikmyndahönnun Kötlu. „Í lífi mínu og starfi hef ég kynnst á eigin skinni lygum, rógburði, afbrýðissemi og almennri illkvittni. Því miður er eins og sumum líður betur með sjálfan sig með því að tala aðra niður. Ég vildi óska þess að svo væri ekki, en það eina sem vert er að gera er að fara ekki niður á það plan og tala sínu máli,“ segir Sunneva meðal annars. Pistill hennar hefur vakið mikla athygli og hrannast stuðningsyfirlýsingar henni til handa upp í athugasemdakerfinu. Heimir Sverrisson segir umræðuna hafa farið um víðan völl og frá kjarna málsins. Og helst er á honum að skilja að upphlaupið grundvallist á misskilningi. Hann útskýrir að Irma studio sé fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í leikmyndagerð og sé eitt tveggja fyrirtækja sem komu að smíði leikmynda fyrir þessa seríu. „Þeir sem störfuðu að smíði og hönnunarvinnu, sem verkefni af þessari stærðargráðu krefst, unnu bæði hjá Irma studio og Verkstæðinu ehf og fengu ekki rétta titla fyrir sína vinnu. Annað hvort ranga titla eða þeir og þær ekki nefnd á nafn. Þetta á líka við um aðrar deildir sem voru rang eða ekki titlaðar fyrr sýna vinnu,“ segir Heimir. Kjarni málsins orðinn að aukaatriði Heimir segir að framkvæmdastjóri Irma studio, Arnar Orri Bjarnason, hafi vakið athygli á þessu og sú athugasemd hafi átt rétt á sér, því þetta skiptir máli fyrir fólk. Verkefnið hafi verið krefjandi og unnið á stuttum tíma; krafðist þekkingar og kunnáttu sem svo sannarlega var til staðar til að allt gengi upp. „Og þetta gekk upp og útkoman er stórkostleg,“ skrifar Heimir og heldur áfram: „En nú er það sem skiptir máli orðið aukaatriði í þessari umræðu og ég sakaður um að vilja fá viðurkenningu sem leikmyndahönnuður á þessu verkefni sem er fjarri því að vera satt. Eftir að ég sagði upp var skrifað undir samning við RVK Studio þar sem ég var titlaður sem leikmyndahönnuður, en að það væri í höndum leikstjóra og framleiðanda hvernig þeim málum yrði háttað. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei farið fram á það og biðst undan að vera sakaður um eitthvað í fjölmiðlum sem aldrei hefur átt sér stað.“ Heimir bætir því við að í þessu verkefni hafi starfað fjöldi fólks sem hafi unnið með árum saman og beri mikla virðingu fyrir. „Útkoman á verkefninu er stórkostleg og það eiga allir að vera stoltir af sinni vinnu og það eiga allir að fá viðurkenningu fyrir sitt framlag.“ Heimir segir að fólk hafi örugglega allskonar skoðanir á þessum máli en illt sé að það skyggi á alla þá frábæru vinnuna sem þarna var unnin. Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Komið hefur fram að deilur eru um hvort hann hafi verið hlunnfarinn um það sem kallast kredit; að vera getið í lista yfir aðstandendur Kötlu-þátta Baltasars Kormáks sem hafa verið að gera góða hluti á Netflix að undanförnu. Vísir greindi meðal annars frá málinu: Þar kemur meðal annars fram að Arnar Orri Bjarnason framkvæmdastjóri Irmu Stúdíó segir í færslu á Facebook að þrátt fyrir að Irma hafi komið að hönnun og smíði á leikmyndinni hafi þess ekki verið getið í kreditlista þáttana. Heimir segist rita pistil sinn að gefnu tilefni, hann hafi sagt sig frá Kötlu þegar stutt var í tökur í byrjun árs 2020. „Daginn eftir sendi ég framleiðendum bréf og baðst undan því að mitt nafn kæmi fram í sambandi við umrædda þáttaröð. Mér fannst þessi ákvörðun bæði rétt fyrir mig og verkefnið sjálft á þessum tíma og er enn á þeirri skoðun,“ segir Heimir. Heitar umræður um málið innan geirans Þá vísar hann til umræðna á samfélagsmiðlum sem hafa reynst heitar. En þannig hefur Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður ritað pistil á sinn Facebook-vettvang þar sem hún segir að vegið sé að henni persónulega og því haldið fram að henni hafi ranglega verið veittur heiður af leikmyndahönnun Kötlu. „Í lífi mínu og starfi hef ég kynnst á eigin skinni lygum, rógburði, afbrýðissemi og almennri illkvittni. Því miður er eins og sumum líður betur með sjálfan sig með því að tala aðra niður. Ég vildi óska þess að svo væri ekki, en það eina sem vert er að gera er að fara ekki niður á það plan og tala sínu máli,“ segir Sunneva meðal annars. Pistill hennar hefur vakið mikla athygli og hrannast stuðningsyfirlýsingar henni til handa upp í athugasemdakerfinu. Heimir Sverrisson segir umræðuna hafa farið um víðan völl og frá kjarna málsins. Og helst er á honum að skilja að upphlaupið grundvallist á misskilningi. Hann útskýrir að Irma studio sé fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í leikmyndagerð og sé eitt tveggja fyrirtækja sem komu að smíði leikmynda fyrir þessa seríu. „Þeir sem störfuðu að smíði og hönnunarvinnu, sem verkefni af þessari stærðargráðu krefst, unnu bæði hjá Irma studio og Verkstæðinu ehf og fengu ekki rétta titla fyrir sína vinnu. Annað hvort ranga titla eða þeir og þær ekki nefnd á nafn. Þetta á líka við um aðrar deildir sem voru rang eða ekki titlaðar fyrr sýna vinnu,“ segir Heimir. Kjarni málsins orðinn að aukaatriði Heimir segir að framkvæmdastjóri Irma studio, Arnar Orri Bjarnason, hafi vakið athygli á þessu og sú athugasemd hafi átt rétt á sér, því þetta skiptir máli fyrir fólk. Verkefnið hafi verið krefjandi og unnið á stuttum tíma; krafðist þekkingar og kunnáttu sem svo sannarlega var til staðar til að allt gengi upp. „Og þetta gekk upp og útkoman er stórkostleg,“ skrifar Heimir og heldur áfram: „En nú er það sem skiptir máli orðið aukaatriði í þessari umræðu og ég sakaður um að vilja fá viðurkenningu sem leikmyndahönnuður á þessu verkefni sem er fjarri því að vera satt. Eftir að ég sagði upp var skrifað undir samning við RVK Studio þar sem ég var titlaður sem leikmyndahönnuður, en að það væri í höndum leikstjóra og framleiðanda hvernig þeim málum yrði háttað. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei farið fram á það og biðst undan að vera sakaður um eitthvað í fjölmiðlum sem aldrei hefur átt sér stað.“ Heimir bætir því við að í þessu verkefni hafi starfað fjöldi fólks sem hafi unnið með árum saman og beri mikla virðingu fyrir. „Útkoman á verkefninu er stórkostleg og það eiga allir að vera stoltir af sinni vinnu og það eiga allir að fá viðurkenningu fyrir sitt framlag.“ Heimir segir að fólk hafi örugglega allskonar skoðanir á þessum máli en illt sé að það skyggi á alla þá frábæru vinnuna sem þarna var unnin.
Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira