Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 14:01 Aðför stjórnvalda í Hong Kong að frjálsum fjölmiðlum hefur verið harðlega mótmælt af lýðræðissinnum. Getty/May James Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi. Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi.
Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“