Íslenska lögregluforlagið harmar mistök í auglýsingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2021 07:59 Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu. Skjáskot Íslenska lögregluforlagið segist harma að í auglýsingu á vegum félagsins, sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní síðastliðinn, hafi nokkur fyrirtæki, sveitarfélög og samtök verið „skráð í auglýsinguna“ fyrir mistök. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“ Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“
Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43