Gæti verið „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 09:31 Orri Steinn Óskarsson fagnar markinu sínu en á bak við er móðir hans að hringja heim til Íslands. Instagram/@fc_kobenhavn Gróttustrákurinn Orri Steinn Óskarsson varð í gær Danmerkurmeistari með sautján ára liði FC Kaupmannahafnar. Reyndar getur liðið stærðfræðilega misst titilinn í lokaumferðinni en þá þarf næsta lið að vinna upp 32 mörk í síðasta leiknum. Orri Steinn hefur raðað inn mörkum á leiktíðinni og skoraði annað mark FCK í 2-0 sigri á Nordsjælland í gærkvöldi. Markið hans kom fimmtán mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn. FCK strákarnir héldu þrátt fyrir sigurinn að þeir gætu ekki tryggt sér titilinn fyrr en í lokaumferðinni þegar þeir mæta Bröndby. Annað kom á daginn því FC Midtjylland tapaði á móti Silkeborg á sama tíma. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) FCK er því með þriggja stiga forskot og 32 marka forskot fyrir lokaumferðina og því er aðeins stærðfræðin sem kemur í veg fyrir að liðið vinni titilinn. Orri hefur alls skorað 26 mörk í 16 leikjum í deildinni eða níu mörkum meira en næsti maður í liðinu. Orri Steinn verður sautján ára gamall í haust en hann er á sínu öðru ári með danska liðinu eftir að hafa farið út í kjölfarið á því að hjálpa Gróttu að vinna sér sæti í Pepsi Max deildinni í fyrsta skiptið. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Orra, birti mjög skemmtilega mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær og þar gæti mögulega verið á ferðinni „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum. Orri Steinn sést þar fagna markinu sínu í leiknum en á bak við hann sést líka móðir hans, Laufey Kristjánsdóttir , vera að tala við föður hans Óskar Hrafn Þorvaldsson heima á Íslandi og segja honum væntanlega frá því að strákurinn hefði skorað mark. Óskar Hrafn stýrði Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í gær en það gekk ekki eins vel hjá honum og stráknum. Svo segir alla vega Magnús Agnar í færslu sinni sem sjá má hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Orri Steinn hefur raðað inn mörkum á leiktíðinni og skoraði annað mark FCK í 2-0 sigri á Nordsjælland í gærkvöldi. Markið hans kom fimmtán mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn. FCK strákarnir héldu þrátt fyrir sigurinn að þeir gætu ekki tryggt sér titilinn fyrr en í lokaumferðinni þegar þeir mæta Bröndby. Annað kom á daginn því FC Midtjylland tapaði á móti Silkeborg á sama tíma. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) FCK er því með þriggja stiga forskot og 32 marka forskot fyrir lokaumferðina og því er aðeins stærðfræðin sem kemur í veg fyrir að liðið vinni titilinn. Orri hefur alls skorað 26 mörk í 16 leikjum í deildinni eða níu mörkum meira en næsti maður í liðinu. Orri Steinn verður sautján ára gamall í haust en hann er á sínu öðru ári með danska liðinu eftir að hafa farið út í kjölfarið á því að hjálpa Gróttu að vinna sér sæti í Pepsi Max deildinni í fyrsta skiptið. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Orra, birti mjög skemmtilega mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær og þar gæti mögulega verið á ferðinni „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum. Orri Steinn sést þar fagna markinu sínu í leiknum en á bak við hann sést líka móðir hans, Laufey Kristjánsdóttir , vera að tala við föður hans Óskar Hrafn Þorvaldsson heima á Íslandi og segja honum væntanlega frá því að strákurinn hefði skorað mark. Óskar Hrafn stýrði Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í gær en það gekk ekki eins vel hjá honum og stráknum. Svo segir alla vega Magnús Agnar í færslu sinni sem sjá má hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira