Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 16:10 Búist er við mikilli aðsókn á tjaldsvæði landsins í sumar. Vísir Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07