„Þyrfti að henda ansi mörgum bolum og derhúfum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 09:31 Það er allt undir í Þorlákshöfn í kvöld fyrir Keflvíkinga en ef þeir landa sigri mætast liðin í oddaleik á sunnudagskvöld. vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, sem unnið hefur átta Íslandsmeistaratitla með KR, hefur trú á því að Þór Þorlákshöfn verði Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld. Brynjar segir gríðarlega pressu vera á Keflvíkingum. Þór komst í 2-0 í einvíginu en Keflavík náði að minnka muninn með öruggum sigri á þriðjudagskvöld. Liðin mætast í Þorlákshöfn í kvöld og þar geta Þórsarar gert aðra tilraun til að landa Íslandsmeistaratitlinum: „Ég held að þeir séu fyrst og fremst gríðarlega spenntir. Ég held að það sé ekkert stress í þeim. Þeir verða á heimavelli og vita að það verður pakkað hús og tryllt stemning. Maður tengir dálítið við þessa stöðu sem þeir eru í eftir 2007-einvígið með KR þegar við mættum Njarðvíkurliði sem var gríðarlega sterkt og mikið líklegra til að vinna. Það er eiginlega mun skemmtilegra að vera svona „underdog“ – að hitt liðið „eigi“ að vinna,“ segir Brynjar sem Vísir fékk til að spá í spilin fyrir kvöldið. „Gríðarleg pressa á Keflvíkingum“ Brynjar bendir á að hörðustu stuðningsmenn Keflavíkur séu, eftir mikla yfirburði í Dominos-deildinni í vetur, búnir undir það að Íslandsmeistarabikarinn endi í Keflavík. Sigurhátíðarfatnaðurinn sé klár: „Það er gríðarleg pressa á Keflvíkingum. Bolirnir eru tilbúnir og derhúfurnar klárar. Þeir vita það alveg að það þyrfti að henda ansi mörgum bolum og derhúfum ef að þeir tapa þessum leik,“ segir Brynjar sem telur hins vegar Þórsara líklegri til að landa titlinum: „Þeir hafa sýnt að þeir eru frábært lið og eftir að hafa spilað við þá í vetur veit maður að það er mjög erfitt að eiga við þá. Ef að Styrmir [Snær Þrastarson] hefði ekki komið inn í þennan hóp held ég að þeir hefðu ekki verið neitt líklegir en hann hefur gjörbreytt þessu liði, frá því að vera í svona 4.-5. sæti í að vera mjög líklega að fara að vinna titilinn. Ég held að Þórsararnir klári þetta í kvöld en auðvitað væri geggjað fyrir okkur unnendur körfuboltans að fá oddaleik,“ segir Brynjar. Stuðningsmenn Keflavíkur þurfa að treysta á sína menn til að fá að mæta einu sinni í viðbót í Blue-höllina á þessari löngu leiktíð.vísir/Bára Dröfn Eins og fyrr segir urðu talsverð umskipti á liðunum á milli leiks tvö og þrjú, og kannski erfitt að segja til um hvað gerist í kvöld: „Ég býst við Þórsurum mun grimmari en þeir voru í leik þrjú. Ekki svona afslöppuðum. Maður sá alveg að Drungilas og fleiri voru ekki eins beittir og í leik tvö. Ég held að þeir verði klárari frá byrjun núna og leyfi Keflvíkingum ekki að komast í svona forystu eins og gerðist í þriðja leiknum. Það getur oft verið erfitt að koma í þriðja leik 2-0 yfir, og eiga einn leik til að „gefa“. Þá er hættara við því að menn séu á hælunum. En það á bara að vera ennþá meira gaman að spila þegar bikarinn er í húsinu og maður veit að ef maður stendur sig vel þá geti maður fengið að lyfta honum,“ segir Brynjar. Græni drekinn mun eflaust spúa frá sér í kvöld.vísir/Bára Dröfn Drungilas sýnt að hann getur haldið haus Brynjar kveðst afar hrifinn af Þórsliðinu þó það hafi ekki náð að láta ljós sitt skína í þriðja leik einvígisins: „Keflvíkingar komu klárari og náðu að ýta Þórsurunum út úr sínum aðgerðum. Þeir voru bara fastari fyrir en áður og hættu að einbeita sér að því að reyna að bögga Drungilas til að reyna að koma honum út úr leiknum. Hann hefur alveg sýnt að hann getur haldið haus þó að það sé verið að láta hann finna fyrir því. Hann getur bara ekki leyft sér að láta reka sig út úr húsinu því þá veikjast Þórsarar svo gríðarlega. Ég held að þetta hafi verið aðalmálið fyrir Keflvíkinga – að einbeita sér að sínum leik og gera það sem þeir eru bestir í. Í fyrstu tveimur leikjunum fannst mér Þórsararnir fá að gera það sem þeir vildu en það má heldur ekki taka það af þeim að þeir eru gríðarlega óeigingjarnir. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim spila því þeir eru alltaf tilbúnir að fórna góðu skoti fyrir enn betra skot. Það er því ofboðslega erfitt að eiga við þá, sérstaklega þegar þeir eru að hitta. Þá þarftu að eiga algjöran dúndursóknarleik á móti þeim. Þetta verður mjög spennandi í kvöld enda eru tveir mjög ólíkir leikstílar að mætast. Keflvíkingar vilja hægja á leiknum og Hörður Axel mun reyna allt til að halda leiknum hægum, á meðan að Þórsararnir vilja keyra hraðann upp og þreyta Milka, Hörð og þessa aðalmenn eins og þeir geta,“ segir Brynjar. Leikur Þórs og Keflavíkur hefst kl. 20.15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst kl. 19.30, í beinni útsendingu frá Þorlákshöfn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Þór komst í 2-0 í einvíginu en Keflavík náði að minnka muninn með öruggum sigri á þriðjudagskvöld. Liðin mætast í Þorlákshöfn í kvöld og þar geta Þórsarar gert aðra tilraun til að landa Íslandsmeistaratitlinum: „Ég held að þeir séu fyrst og fremst gríðarlega spenntir. Ég held að það sé ekkert stress í þeim. Þeir verða á heimavelli og vita að það verður pakkað hús og tryllt stemning. Maður tengir dálítið við þessa stöðu sem þeir eru í eftir 2007-einvígið með KR þegar við mættum Njarðvíkurliði sem var gríðarlega sterkt og mikið líklegra til að vinna. Það er eiginlega mun skemmtilegra að vera svona „underdog“ – að hitt liðið „eigi“ að vinna,“ segir Brynjar sem Vísir fékk til að spá í spilin fyrir kvöldið. „Gríðarleg pressa á Keflvíkingum“ Brynjar bendir á að hörðustu stuðningsmenn Keflavíkur séu, eftir mikla yfirburði í Dominos-deildinni í vetur, búnir undir það að Íslandsmeistarabikarinn endi í Keflavík. Sigurhátíðarfatnaðurinn sé klár: „Það er gríðarleg pressa á Keflvíkingum. Bolirnir eru tilbúnir og derhúfurnar klárar. Þeir vita það alveg að það þyrfti að henda ansi mörgum bolum og derhúfum ef að þeir tapa þessum leik,“ segir Brynjar sem telur hins vegar Þórsara líklegri til að landa titlinum: „Þeir hafa sýnt að þeir eru frábært lið og eftir að hafa spilað við þá í vetur veit maður að það er mjög erfitt að eiga við þá. Ef að Styrmir [Snær Þrastarson] hefði ekki komið inn í þennan hóp held ég að þeir hefðu ekki verið neitt líklegir en hann hefur gjörbreytt þessu liði, frá því að vera í svona 4.-5. sæti í að vera mjög líklega að fara að vinna titilinn. Ég held að Þórsararnir klári þetta í kvöld en auðvitað væri geggjað fyrir okkur unnendur körfuboltans að fá oddaleik,“ segir Brynjar. Stuðningsmenn Keflavíkur þurfa að treysta á sína menn til að fá að mæta einu sinni í viðbót í Blue-höllina á þessari löngu leiktíð.vísir/Bára Dröfn Eins og fyrr segir urðu talsverð umskipti á liðunum á milli leiks tvö og þrjú, og kannski erfitt að segja til um hvað gerist í kvöld: „Ég býst við Þórsurum mun grimmari en þeir voru í leik þrjú. Ekki svona afslöppuðum. Maður sá alveg að Drungilas og fleiri voru ekki eins beittir og í leik tvö. Ég held að þeir verði klárari frá byrjun núna og leyfi Keflvíkingum ekki að komast í svona forystu eins og gerðist í þriðja leiknum. Það getur oft verið erfitt að koma í þriðja leik 2-0 yfir, og eiga einn leik til að „gefa“. Þá er hættara við því að menn séu á hælunum. En það á bara að vera ennþá meira gaman að spila þegar bikarinn er í húsinu og maður veit að ef maður stendur sig vel þá geti maður fengið að lyfta honum,“ segir Brynjar. Græni drekinn mun eflaust spúa frá sér í kvöld.vísir/Bára Dröfn Drungilas sýnt að hann getur haldið haus Brynjar kveðst afar hrifinn af Þórsliðinu þó það hafi ekki náð að láta ljós sitt skína í þriðja leik einvígisins: „Keflvíkingar komu klárari og náðu að ýta Þórsurunum út úr sínum aðgerðum. Þeir voru bara fastari fyrir en áður og hættu að einbeita sér að því að reyna að bögga Drungilas til að reyna að koma honum út úr leiknum. Hann hefur alveg sýnt að hann getur haldið haus þó að það sé verið að láta hann finna fyrir því. Hann getur bara ekki leyft sér að láta reka sig út úr húsinu því þá veikjast Þórsarar svo gríðarlega. Ég held að þetta hafi verið aðalmálið fyrir Keflvíkinga – að einbeita sér að sínum leik og gera það sem þeir eru bestir í. Í fyrstu tveimur leikjunum fannst mér Þórsararnir fá að gera það sem þeir vildu en það má heldur ekki taka það af þeim að þeir eru gríðarlega óeigingjarnir. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim spila því þeir eru alltaf tilbúnir að fórna góðu skoti fyrir enn betra skot. Það er því ofboðslega erfitt að eiga við þá, sérstaklega þegar þeir eru að hitta. Þá þarftu að eiga algjöran dúndursóknarleik á móti þeim. Þetta verður mjög spennandi í kvöld enda eru tveir mjög ólíkir leikstílar að mætast. Keflvíkingar vilja hægja á leiknum og Hörður Axel mun reyna allt til að halda leiknum hægum, á meðan að Þórsararnir vilja keyra hraðann upp og þreyta Milka, Hörð og þessa aðalmenn eins og þeir geta,“ segir Brynjar. Leikur Þórs og Keflavíkur hefst kl. 20.15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst kl. 19.30, í beinni útsendingu frá Þorlákshöfn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum