Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Afturelding 5-0 | Auðvelt í Kópavogi Dagur Lárusson skrifar 25. júní 2021 21:09 vísir/hulda margrét Breiðablik er komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum eftir sannfærandi sigur á Aftureldingu á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-0. Breiðablik situr í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar á meðan Afturelding er taplaust í deildinni í sumar í Lengjudeildinni og því var von á góðum leik. Gestirnir mættu þó heldur andlausir til leiks og voru það Blikastúlkur sem voru með öll völdin á vellinum í fyrri hálfleiknum. Agla María lék á alls oddi og réðu varnarmenn Aftureldingar ekki við hana. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 15.mínútu en þá átti Ásta Eir flotta sendingu inná teig þar sem Agla María var á réttum stað, tók við boltanum og kláraði örugglega framhjá Evu í marki Aftureldingar. Það var síðan fjórum mínútum síðar þar sem seinna mark fyrri hálfleiksins kom. Þá var Agla María aftur á ferðinni en þá lék hún frábærlega fram hjá tveimur leikmönnum Aftureldingar, sendi síðan flotta sendingu inn á teig á Vigdísi Eddu sem tók vel við boltanum og skoraði. Staðan 2-0 í hálfleiknum. Blikastúlkur voru ekkert á þeim buxunum að slaka á í seinni hálfleiknum heldur héldu þær áfram uppteknum hætti. Fyrsta mark seinni hálfleiksins kom á 67.mínútu þegar Birta Georgsdóttir átti frábæra fyrirgjöf á fjarstöngina þar sem Agla María lúrði og stýrði boltanum örugglega í netið. Birta Georgsdóttir átti nokkur marktækifæri undir loks leiksins og var ákveðin í að skora. Hún varð svo að ósk sinni á 82.mínútu þegar hún þrumaði boltanum í netið eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Síðasta mark leiksins kom svo í uppbótartíma þegar varamaðurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði af stuttu færi eftir flotta sendingu inn á teig.Lokatölur því 5-0 fyrir Breiðablik og fyrsta tap Aftureldingar á tímabilinu því staðreynd á meðan Blikastúlkur eru komnar í undanúrslit. Afhverju vann Breiðablik? Blikar einfaldlega sýndu af hverju þær eru á toppnum í Pepsi Max deildinni. Pressan var mögnuð og náðu liðsmenn Aftureldingar ekki að halda boltanum á milli sín nánast allan fyrri hálfleikinn. Agla María Albertsdóttir var svo í rosalegu stuði í kvöld og komust varnarmenn Aftureldingar ekki nálægt henni á tíðum. Það vantaði eflaust eitthvað upp á sjálfstraustið hjá Aftureldingu í kvöld. Hverjir stóðu uppúr? Agla María var hreint út sagt mögnuð í kvöld. Hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var stöðugt að herja á varnarmenn Aftureldingar. Hún einfaldlega sýndi af hverju hún er einn besti leikmaður, ef ekki sá besti, í Pepsi Max deild kvenna. Birta Georgsdóttir var einnig mjög öflug í seinni hálfleiknum og náði að skora undir lokin eftir að hafa leikið á alls oddi. Hvað fór illa? Spilamennska Aftureldingar í heild sinni var ekki upp á marga fiska. Það virtist vera sem svo að það vantaði trú og sjálfstraust hjá þeim. Hápressan hjá Blikum var reyndar alveg mögnuð í fyrri hálfleiknum og hjálpaði það eflaust ekki til við sjálfstraustið hjá gestunum. 'Hvað gerist næst? Blikastúlkur eru nú komnar í undanúrslit en næsti leikur liðsins er í deildinni gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli þann 30.júní. Næsti leikur Aftureldingar er svo gegn ÍA í Mosfellsbænum þann 30.júní. Vilhjálmur: Áttum seinni hálfleikinn algjörlega Vilhjálmur Kári var að vonum sáttur með 5-0 sigur síns liðs gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í kvöld. ,,Við erum ánægð með sigurinn. Við vissum alveg að þær myndu berjast því þær eru með fínt lið enda eru þær í toppbaráttunni í Lengjudeildinni. Við vorum kannski heldur lengi að klára þær, en við vorum auðvitað líka að rótera liðinu svolítið sem spilar inn í,” byrjaði Vilhjálmur á að segja. Vilhjálmur sagði að liðið hans hafði byrjað leikinn vel en síðan aðeins dottið niður þegar líða fór á leikinn. ,,Við byrjuðum vel en síðan fórum við kannski aðeins að detta niður þegar líða fór á fyrri hálfleikinn, ég var kannski ekki alveg nógu ánægður með það. En í seinni hálfleiknum fannst mér við eiga leikinn alveg.” Agla María lék á alls oddi í kvöld og var Vilhjálmur ánægður með hennar frammistöðu. ,,Hún Agla er magnaður leikmaður og spilaði mjög vel í kvöld, sem og í allt sumar, þannig ég er mjög ánægður með hana.” ,,Við erum núna komin í undanúrslit og við ætlum að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta, við setjum þær kröfur á okkur að reyna allt sem við getum,” endaði Vilhjálmur á að segja. Alexander Aron: Stoltur af liðinu Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var stoltur af liði sínu þrátt fyrir 5-0 tap liðsins gegn Breiðablik í Mjólkurbikarnum í kvöld en þetta var fyrsta tap liðsins í sumar. ,,Ég er bara virkilega stoltur af liðinu því mér fannst við gefa þeim leik í fyrri hálfleik, þær til dæmis bjarga á línu eftir hornspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir þeim og fengum síðan ágætis færi til þess að gera þetta að leik,” byrjaði Alexander á að segja. Alexander sagði að uppleggið hafi verið að liggja til baka og reyna að verjast gegn fyrnasterku liði Breiðabliks. ,,Við ætluðum að verjast djúpt á móti þeim þar sem þetta eru Íslandsmeistararnir og reyna að finna svæðin á bakvið þær því þar er yfirleitt mikið pláss. Við reyndum að nota falska níu til þess að koma niður og tengja spilið og nýta þá kantana til þess að stinga upp.” Uppleggið fór þó heldur snemma út út gluggann eftir einstaklingsgæði hjá Öglu Maríu, að sögn Alexanders. ,,Það koma einstaklings gæði hjá leikmanni Breiðabliks, hún tekur mjög gott hlaup nánast frá miðju og við vorum of lengi að bregðast við.” Að lokum talaði Alexander um jákvæðu punktana úr leiknum. ,,Mér fannst við halda vel í boltann þegar við vorum með boltann, þannig teig í teig vorum við bara flottar knattspyrnulega séð,” endaði Alexander á að segja. Mjólkurbikarinn Breiðablik Afturelding
Breiðablik er komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum eftir sannfærandi sigur á Aftureldingu á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-0. Breiðablik situr í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar á meðan Afturelding er taplaust í deildinni í sumar í Lengjudeildinni og því var von á góðum leik. Gestirnir mættu þó heldur andlausir til leiks og voru það Blikastúlkur sem voru með öll völdin á vellinum í fyrri hálfleiknum. Agla María lék á alls oddi og réðu varnarmenn Aftureldingar ekki við hana. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 15.mínútu en þá átti Ásta Eir flotta sendingu inná teig þar sem Agla María var á réttum stað, tók við boltanum og kláraði örugglega framhjá Evu í marki Aftureldingar. Það var síðan fjórum mínútum síðar þar sem seinna mark fyrri hálfleiksins kom. Þá var Agla María aftur á ferðinni en þá lék hún frábærlega fram hjá tveimur leikmönnum Aftureldingar, sendi síðan flotta sendingu inn á teig á Vigdísi Eddu sem tók vel við boltanum og skoraði. Staðan 2-0 í hálfleiknum. Blikastúlkur voru ekkert á þeim buxunum að slaka á í seinni hálfleiknum heldur héldu þær áfram uppteknum hætti. Fyrsta mark seinni hálfleiksins kom á 67.mínútu þegar Birta Georgsdóttir átti frábæra fyrirgjöf á fjarstöngina þar sem Agla María lúrði og stýrði boltanum örugglega í netið. Birta Georgsdóttir átti nokkur marktækifæri undir loks leiksins og var ákveðin í að skora. Hún varð svo að ósk sinni á 82.mínútu þegar hún þrumaði boltanum í netið eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Síðasta mark leiksins kom svo í uppbótartíma þegar varamaðurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði af stuttu færi eftir flotta sendingu inn á teig.Lokatölur því 5-0 fyrir Breiðablik og fyrsta tap Aftureldingar á tímabilinu því staðreynd á meðan Blikastúlkur eru komnar í undanúrslit. Afhverju vann Breiðablik? Blikar einfaldlega sýndu af hverju þær eru á toppnum í Pepsi Max deildinni. Pressan var mögnuð og náðu liðsmenn Aftureldingar ekki að halda boltanum á milli sín nánast allan fyrri hálfleikinn. Agla María Albertsdóttir var svo í rosalegu stuði í kvöld og komust varnarmenn Aftureldingar ekki nálægt henni á tíðum. Það vantaði eflaust eitthvað upp á sjálfstraustið hjá Aftureldingu í kvöld. Hverjir stóðu uppúr? Agla María var hreint út sagt mögnuð í kvöld. Hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var stöðugt að herja á varnarmenn Aftureldingar. Hún einfaldlega sýndi af hverju hún er einn besti leikmaður, ef ekki sá besti, í Pepsi Max deild kvenna. Birta Georgsdóttir var einnig mjög öflug í seinni hálfleiknum og náði að skora undir lokin eftir að hafa leikið á alls oddi. Hvað fór illa? Spilamennska Aftureldingar í heild sinni var ekki upp á marga fiska. Það virtist vera sem svo að það vantaði trú og sjálfstraust hjá þeim. Hápressan hjá Blikum var reyndar alveg mögnuð í fyrri hálfleiknum og hjálpaði það eflaust ekki til við sjálfstraustið hjá gestunum. 'Hvað gerist næst? Blikastúlkur eru nú komnar í undanúrslit en næsti leikur liðsins er í deildinni gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli þann 30.júní. Næsti leikur Aftureldingar er svo gegn ÍA í Mosfellsbænum þann 30.júní. Vilhjálmur: Áttum seinni hálfleikinn algjörlega Vilhjálmur Kári var að vonum sáttur með 5-0 sigur síns liðs gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í kvöld. ,,Við erum ánægð með sigurinn. Við vissum alveg að þær myndu berjast því þær eru með fínt lið enda eru þær í toppbaráttunni í Lengjudeildinni. Við vorum kannski heldur lengi að klára þær, en við vorum auðvitað líka að rótera liðinu svolítið sem spilar inn í,” byrjaði Vilhjálmur á að segja. Vilhjálmur sagði að liðið hans hafði byrjað leikinn vel en síðan aðeins dottið niður þegar líða fór á leikinn. ,,Við byrjuðum vel en síðan fórum við kannski aðeins að detta niður þegar líða fór á fyrri hálfleikinn, ég var kannski ekki alveg nógu ánægður með það. En í seinni hálfleiknum fannst mér við eiga leikinn alveg.” Agla María lék á alls oddi í kvöld og var Vilhjálmur ánægður með hennar frammistöðu. ,,Hún Agla er magnaður leikmaður og spilaði mjög vel í kvöld, sem og í allt sumar, þannig ég er mjög ánægður með hana.” ,,Við erum núna komin í undanúrslit og við ætlum að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta, við setjum þær kröfur á okkur að reyna allt sem við getum,” endaði Vilhjálmur á að segja. Alexander Aron: Stoltur af liðinu Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var stoltur af liði sínu þrátt fyrir 5-0 tap liðsins gegn Breiðablik í Mjólkurbikarnum í kvöld en þetta var fyrsta tap liðsins í sumar. ,,Ég er bara virkilega stoltur af liðinu því mér fannst við gefa þeim leik í fyrri hálfleik, þær til dæmis bjarga á línu eftir hornspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir þeim og fengum síðan ágætis færi til þess að gera þetta að leik,” byrjaði Alexander á að segja. Alexander sagði að uppleggið hafi verið að liggja til baka og reyna að verjast gegn fyrnasterku liði Breiðabliks. ,,Við ætluðum að verjast djúpt á móti þeim þar sem þetta eru Íslandsmeistararnir og reyna að finna svæðin á bakvið þær því þar er yfirleitt mikið pláss. Við reyndum að nota falska níu til þess að koma niður og tengja spilið og nýta þá kantana til þess að stinga upp.” Uppleggið fór þó heldur snemma út út gluggann eftir einstaklingsgæði hjá Öglu Maríu, að sögn Alexanders. ,,Það koma einstaklings gæði hjá leikmanni Breiðabliks, hún tekur mjög gott hlaup nánast frá miðju og við vorum of lengi að bregðast við.” Að lokum talaði Alexander um jákvæðu punktana úr leiknum. ,,Mér fannst við halda vel í boltann þegar við vorum með boltann, þannig teig í teig vorum við bara flottar knattspyrnulega séð,” endaði Alexander á að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti