„Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 12:24 Þórólfur segir um áfangasigur að ræða, en hrósar ekki fullnaðarsigri yfir veirufaraldrinum. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir daginn í dag marka áfangasigur í baráttunni við kórónuveiruna, en eins og greint hefur verið frá falla allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hér innanlands niður á miðnætti. Þórólfur telur þó ekki um fullnaðarsigur að ræða. „Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira