„Öruggara að boltinn var út af en öll bóluefnin sem er búið að setja í líkama okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2021 16:31 Markið sem Stjörnumenn voru svo ósáttir við. stöð 2 sport Þorkell Máni Pétursson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Mjólkurbikarsmörkunum í gær. Þeir ræddu að sjálfsögðu um umdeilt sigurmark KA gegn Stjörnunni. Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira