Markaregn á Selfossi og sterkur sigur Aftureldingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2021 16:01 Afturelding vann góðan sigur gegn Þrótti R. FBL/Sigtryggur Ari Tveim leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla í dag. Hrvoje Tokic skoraði þrennu fyrir Selfyssinga sem unnu 5-3 sigur gegn Víkingum frá Ólafsvík og Afturelding náði í tigin þrjú gegn Þrótti R. með sterkum 3-1 útisigri. Tokic kom Selfyssingum yfir strax á tíundu mínútu leiksins. Hann var svo búinn að tvöfalda forystuna tæplega korteri seinna. Hasar fyrri hálfleiks var langt frá því að vera lokið, en á 39.mínútu minnkaði Kareem Isiaka muninn fyrir gestina eftir stopsendingu frá Bjarti Barkarsyni. Á 41.mínútu kom Kenan Turudija Selfyssingum aftur í tveggja marka forystu, og tveim mínútum síðar fékk Tokic vítaspyrnu sem hann tók sjálfur og kom heimamönnum í 4-1 og fullkomnaði þar með þrennu sína. Á lokamínútu fyrri hálfleiks braut Stefán Þór Ágústsson, markvörður Selfyssinga, af sé innan vítateigs og Harley Willard fór á punktinn fyrir gestina og hann minnkaði muninn aftur í tvö mörk. Kareem Isiaka minnkaði svo muninn í eitt mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks og það sem áður var þriggja marka forskot Selfyssinga virtist ekki lengur svo traust. Víkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en á 90.mínútu komust Selfyssingar í skyndisókn þar sem Gary Martin gerði út um leikinn. Lokatölur 5-3 á Selfossi og heimamenn lyftu sér upp í níunda sæti, en Víkingar sitja enn á botninum með eitt stig. Þó að leikur Þróttar R. og Aftureldingar hafi ekki boðið upp á átta mörk eins og leikurinn á Selfossi var það samt hin mesta skemmtun. Kristófer Óskar Óskarsson kom gestunum yfir á 15.mínútu áður en Kári Steinn Hlífarsson tvöfaldaði forystuna stundafjórðungi seinna. Kairo Edwards-John minnkaði muninn á 55.mínútu eftir stoðsendingu frá Lárusi Björnssyni. Arnór Gauti Ragnarsson kom inn á sem varamaður á 57.mínútu, og tveim mínútum seinna var hann búinn að koma Aftureldingu í 3-1. Það reyndist sigurmark leiksins og Afturelding fer því upp í sjöunda sæti með átta stig. Þróttur R. er enn í því ellefta með fjögur stig. Lengjudeildin UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Tokic kom Selfyssingum yfir strax á tíundu mínútu leiksins. Hann var svo búinn að tvöfalda forystuna tæplega korteri seinna. Hasar fyrri hálfleiks var langt frá því að vera lokið, en á 39.mínútu minnkaði Kareem Isiaka muninn fyrir gestina eftir stopsendingu frá Bjarti Barkarsyni. Á 41.mínútu kom Kenan Turudija Selfyssingum aftur í tveggja marka forystu, og tveim mínútum síðar fékk Tokic vítaspyrnu sem hann tók sjálfur og kom heimamönnum í 4-1 og fullkomnaði þar með þrennu sína. Á lokamínútu fyrri hálfleiks braut Stefán Þór Ágústsson, markvörður Selfyssinga, af sé innan vítateigs og Harley Willard fór á punktinn fyrir gestina og hann minnkaði muninn aftur í tvö mörk. Kareem Isiaka minnkaði svo muninn í eitt mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks og það sem áður var þriggja marka forskot Selfyssinga virtist ekki lengur svo traust. Víkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en á 90.mínútu komust Selfyssingar í skyndisókn þar sem Gary Martin gerði út um leikinn. Lokatölur 5-3 á Selfossi og heimamenn lyftu sér upp í níunda sæti, en Víkingar sitja enn á botninum með eitt stig. Þó að leikur Þróttar R. og Aftureldingar hafi ekki boðið upp á átta mörk eins og leikurinn á Selfossi var það samt hin mesta skemmtun. Kristófer Óskar Óskarsson kom gestunum yfir á 15.mínútu áður en Kári Steinn Hlífarsson tvöfaldaði forystuna stundafjórðungi seinna. Kairo Edwards-John minnkaði muninn á 55.mínútu eftir stoðsendingu frá Lárusi Björnssyni. Arnór Gauti Ragnarsson kom inn á sem varamaður á 57.mínútu, og tveim mínútum seinna var hann búinn að koma Aftureldingu í 3-1. Það reyndist sigurmark leiksins og Afturelding fer því upp í sjöunda sæti með átta stig. Þróttur R. er enn í því ellefta með fjögur stig.
Lengjudeildin UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira