Lengri vegalengdir Reykjavíkurmaraþonsins vinsælli eftir Covid Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2021 17:18 Reykjavíkurmaraþonið 2019. Vísir/Vilhelm „Það gengur bara vel að undirbúa Reykjavíkurmaraþonið og það er mikil gleði yfir því að það sé búið að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Eyrún Huld Harðardóttir í markaðsdeild Íslandsbanka. „Þetta þýðir að við getum haldið hlaupið nánast óbreytt frá undanförnum árum. Við erum ennþá með hólfaskiptingu, sem verður vonandi aflétt þegar nær dregur. Það er ekki alveg búið að ákveða það,“ útskýrir Eyrún. Einnig er ekki enn búið að ákveða hvort barnahluti hlaupsins fari fram. Meiri áhugi eftir Covid Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 21. ágúst. Eyrún segir að áheitasöfnunin í gegnum Hlaupastyrk fari vel af stað. „Hún er aðeins yfir það sem hún var á sama tíma í fyrra, sem er bara æðislegt. En við hvetjum alla hlaupara sem hafa skráð sig til leiks, að skrá sig líka inn á Hlaupastyrk og velja sér málefni og byrja að safna.“ Ekki var hægt að halda hlaupið á síðasta ári vegna heimsfaraldursins en hlauparar gátu þó hlaupið sína vegalengd hver í sínu lagi og safnað áheitum. „Þetta er stærsta góðgerðarsöfnunin á landinu og fyrir mörg góðgerðarfélög er þetta peningurinn sem heldur þeim gangandi út árið. Því vantar okkur alltaf hlaupara sem eru tilbúnir til að taka þátt og styrkja málefni sem er þeim nærri.“ Eyrún Huld er ein af verkefnastjórum hlaupsins í ár.Íslandsbanki Eyrún finnur fyrir auknum hlaupaáhuga hér á landi eftir Covid-tímabilið. „Skráningin í maraþonið er á pari við undanfarin ár og mun betri en við bjuggumst við. Ég gæti trúað því að það yrðu jafnvel fleiri í ár því að það eru svo margir byrjaðir að hlaupa í heimsfaraldrinum. Við finnum fyrir meiri áhuga og þá sérstaklega í lengri vegalengdirnar. Það eru fleiri farnir að færa sig yfir í tíu kílómetrana úr þremur og svo jafnvel í lengri hlaupin, 21 og 42 kílómetra.“ Allir geta verið með Sjálf hefur Eyrún tekið nokkrum sinnum þátt í hlaupinu, bæði í 10 kílómetra vegalengdinni og í hálfmaraþoni. „Það er líka ótrúlega gaman að vinna við þetta verkefni. Maður vinnur með svo fjölbreyttum hópi fólks og er í miklum samskiptum við góðgerðarfélög líka. Það er svo frábær stemning, við mætum alltaf eldsnemma niður á Lækjargötuna á hlaupadegi og það eru allir í góðu skapi. Að hitta fólk á meðan þú ert að hlaupa gefur þér svo líka aukakraft.“ Á síðunni Hlaupastyrkur má sjá lista yfir góðgerðarfélög og þá hlaupara sem eru byrjaðir að safna. Þegar þetta er skrifað hafa safnast tæpar fimm milljónir fyrir hin ýmsu félög og samtök. „Ég hvet alla til þess að taka þátt í þessum degi, hvort sem það ætlar að hlaupa eða hvetja á hliðarlínunni. Það geta allir tekið þátt, til dæmis með því að heita á hlaupara, vini og vandamenn, í gegnum Hlaupastyrk og láta þannig gott af sér leiða. Ég hvet hlaupara líka til að vera duglegir að deila sínum áheitasíðum á samfélagsmiðlum og láta vita af sér.“ Reykjavíkurmaraþon Hlaup Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“ Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par. 3. júní 2021 20:01 Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slysförum Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar. 1. júní 2021 20:27 10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Söfnunin fyrir körfuknattleikskonuna Berglindi Gunnarsdóttur tókst frábærlega en hápunktur hennar var mjög vel heppnuð hlaupahátíð í bænum hennar Stykkishólmi um síðustu helgi. 26. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
„Þetta þýðir að við getum haldið hlaupið nánast óbreytt frá undanförnum árum. Við erum ennþá með hólfaskiptingu, sem verður vonandi aflétt þegar nær dregur. Það er ekki alveg búið að ákveða það,“ útskýrir Eyrún. Einnig er ekki enn búið að ákveða hvort barnahluti hlaupsins fari fram. Meiri áhugi eftir Covid Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 21. ágúst. Eyrún segir að áheitasöfnunin í gegnum Hlaupastyrk fari vel af stað. „Hún er aðeins yfir það sem hún var á sama tíma í fyrra, sem er bara æðislegt. En við hvetjum alla hlaupara sem hafa skráð sig til leiks, að skrá sig líka inn á Hlaupastyrk og velja sér málefni og byrja að safna.“ Ekki var hægt að halda hlaupið á síðasta ári vegna heimsfaraldursins en hlauparar gátu þó hlaupið sína vegalengd hver í sínu lagi og safnað áheitum. „Þetta er stærsta góðgerðarsöfnunin á landinu og fyrir mörg góðgerðarfélög er þetta peningurinn sem heldur þeim gangandi út árið. Því vantar okkur alltaf hlaupara sem eru tilbúnir til að taka þátt og styrkja málefni sem er þeim nærri.“ Eyrún Huld er ein af verkefnastjórum hlaupsins í ár.Íslandsbanki Eyrún finnur fyrir auknum hlaupaáhuga hér á landi eftir Covid-tímabilið. „Skráningin í maraþonið er á pari við undanfarin ár og mun betri en við bjuggumst við. Ég gæti trúað því að það yrðu jafnvel fleiri í ár því að það eru svo margir byrjaðir að hlaupa í heimsfaraldrinum. Við finnum fyrir meiri áhuga og þá sérstaklega í lengri vegalengdirnar. Það eru fleiri farnir að færa sig yfir í tíu kílómetrana úr þremur og svo jafnvel í lengri hlaupin, 21 og 42 kílómetra.“ Allir geta verið með Sjálf hefur Eyrún tekið nokkrum sinnum þátt í hlaupinu, bæði í 10 kílómetra vegalengdinni og í hálfmaraþoni. „Það er líka ótrúlega gaman að vinna við þetta verkefni. Maður vinnur með svo fjölbreyttum hópi fólks og er í miklum samskiptum við góðgerðarfélög líka. Það er svo frábær stemning, við mætum alltaf eldsnemma niður á Lækjargötuna á hlaupadegi og það eru allir í góðu skapi. Að hitta fólk á meðan þú ert að hlaupa gefur þér svo líka aukakraft.“ Á síðunni Hlaupastyrkur má sjá lista yfir góðgerðarfélög og þá hlaupara sem eru byrjaðir að safna. Þegar þetta er skrifað hafa safnast tæpar fimm milljónir fyrir hin ýmsu félög og samtök. „Ég hvet alla til þess að taka þátt í þessum degi, hvort sem það ætlar að hlaupa eða hvetja á hliðarlínunni. Það geta allir tekið þátt, til dæmis með því að heita á hlaupara, vini og vandamenn, í gegnum Hlaupastyrk og láta þannig gott af sér leiða. Ég hvet hlaupara líka til að vera duglegir að deila sínum áheitasíðum á samfélagsmiðlum og láta vita af sér.“
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“ Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par. 3. júní 2021 20:01 Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slysförum Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar. 1. júní 2021 20:27 10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Söfnunin fyrir körfuknattleikskonuna Berglindi Gunnarsdóttur tókst frábærlega en hápunktur hennar var mjög vel heppnuð hlaupahátíð í bænum hennar Stykkishólmi um síðustu helgi. 26. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
„Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“ Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par. 3. júní 2021 20:01
Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slysförum Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar. 1. júní 2021 20:27
10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Söfnunin fyrir körfuknattleikskonuna Berglindi Gunnarsdóttur tókst frábærlega en hápunktur hennar var mjög vel heppnuð hlaupahátíð í bænum hennar Stykkishólmi um síðustu helgi. 26. ágúst 2020 13:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist