„Ég er feit og ég er einkaþjálfari“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2021 10:36 Arna Vilhjálmsdóttir þjálfari hjá Kvennastyrk fræðir um líkamsvirðingu, sjálfsást og sjálfstraust á samfélagsmiðlum og í sínu starfi. Ísland í dag „Það sem maður verður að hugsa fyrst er að álit annarra kemur manni ekkert við,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari Biggest Loser árið 2017. Arna hefur síðustu misseri unnið sem grunnskólakennari en í dag starfar hún sem þjálfari og notar samfélagsmiðla til þess að vera öðrum fyrirmynd. „Ég er akkúrat þar sem ég á að vera.“ Arna heimsótti Bítið á Bylgjunni og ræddi meðal annars líkamsvirðingu, að þyngjast eftir Biggest Loser og margt fleira. Hún segir að margir ættu frekar að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli, eins og samböndunum sínum, heilsunni, svefni og svo framvegis í stað þess að velta sér upp úr atriðum eins og appelsínuhúð og lærum sem hristast. „Fyrir þær konur og að sjálfsögðu karla líka, langar mig að segja, þetta skiptir ekki svona miklu máli,“ segir Arna. „Vertu í því sem þig langar að vera í, ekki bíða eftir næsta sumri því þetta kemur og fer, ætlar þú þá ekki að njóta þess?“ segir Arna þegar talið berst að sundfötum og pressunni varðandi útlit. Hún segir að berskjöldun við mátunina valdi því að mörgum konum finnst erfitt að kaupa sundföt. „Maður sér allt og við erum bara ótrúlega fljótar að verða ekki ánægðar.“ Arna er ótrúlega dugleg að deila jákvæðu, hvetjandi efni á Instagram undir nafninu Arna Vilhjálms. View this post on Instagram A post shared by A R N A V I L H J A L M S (@arnavilhjalms) Veit mikið og má miðla því Arna er ein af þremur þjálfurum Kvennastyrks í Hafnarfirði er þar æfa eingöngu konur. Hún skrifaði á dögunum færslu á samfélagsmiðlum um að hún er feit og hún er einkaþjálfari, annað þurfi alls ekki að útiloka hitt. „Ég horfi í kringum mig og það er ekki mikið af þjálfurum sem líta út eins og ég.“ Hún er þakklát fyrir að vera á þessum stað og geta notað eigin reynslu í að hjálpa öðrum. „Ég veit ótrúlega mikið og má alveg miðla því þó að ég sé X mörg kíló,“ útskýrir Arna. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Heilsa Bítið Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Segir sjálfshatrið þyngja mann miklu meira en kílóin Rúm þrjú ár eru liðin frá því Arna Vilhjálmsdóttir sigraði í sjónvarpsþættinum Biggest Loser með því að missa rúm sextíu kíló á örfáum mánuðum. 16. febrúar 2021 10:31 Arna breytti lífi sínu árið 2017: „Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ Arna Vilhjálmsdóttir léttist um 60,2 kíló á síðasta ári og stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland keppninnar. 15. janúar 2018 22:00 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Ég er akkúrat þar sem ég á að vera.“ Arna heimsótti Bítið á Bylgjunni og ræddi meðal annars líkamsvirðingu, að þyngjast eftir Biggest Loser og margt fleira. Hún segir að margir ættu frekar að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli, eins og samböndunum sínum, heilsunni, svefni og svo framvegis í stað þess að velta sér upp úr atriðum eins og appelsínuhúð og lærum sem hristast. „Fyrir þær konur og að sjálfsögðu karla líka, langar mig að segja, þetta skiptir ekki svona miklu máli,“ segir Arna. „Vertu í því sem þig langar að vera í, ekki bíða eftir næsta sumri því þetta kemur og fer, ætlar þú þá ekki að njóta þess?“ segir Arna þegar talið berst að sundfötum og pressunni varðandi útlit. Hún segir að berskjöldun við mátunina valdi því að mörgum konum finnst erfitt að kaupa sundföt. „Maður sér allt og við erum bara ótrúlega fljótar að verða ekki ánægðar.“ Arna er ótrúlega dugleg að deila jákvæðu, hvetjandi efni á Instagram undir nafninu Arna Vilhjálms. View this post on Instagram A post shared by A R N A V I L H J A L M S (@arnavilhjalms) Veit mikið og má miðla því Arna er ein af þremur þjálfurum Kvennastyrks í Hafnarfirði er þar æfa eingöngu konur. Hún skrifaði á dögunum færslu á samfélagsmiðlum um að hún er feit og hún er einkaþjálfari, annað þurfi alls ekki að útiloka hitt. „Ég horfi í kringum mig og það er ekki mikið af þjálfurum sem líta út eins og ég.“ Hún er þakklát fyrir að vera á þessum stað og geta notað eigin reynslu í að hjálpa öðrum. „Ég veit ótrúlega mikið og má alveg miðla því þó að ég sé X mörg kíló,“ útskýrir Arna. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilsa Bítið Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Segir sjálfshatrið þyngja mann miklu meira en kílóin Rúm þrjú ár eru liðin frá því Arna Vilhjálmsdóttir sigraði í sjónvarpsþættinum Biggest Loser með því að missa rúm sextíu kíló á örfáum mánuðum. 16. febrúar 2021 10:31 Arna breytti lífi sínu árið 2017: „Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ Arna Vilhjálmsdóttir léttist um 60,2 kíló á síðasta ári og stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland keppninnar. 15. janúar 2018 22:00 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Segir sjálfshatrið þyngja mann miklu meira en kílóin Rúm þrjú ár eru liðin frá því Arna Vilhjálmsdóttir sigraði í sjónvarpsþættinum Biggest Loser með því að missa rúm sextíu kíló á örfáum mánuðum. 16. febrúar 2021 10:31
Arna breytti lífi sínu árið 2017: „Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ Arna Vilhjálmsdóttir léttist um 60,2 kíló á síðasta ári og stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland keppninnar. 15. janúar 2018 22:00