Kviknað í bænum eftir röð hitameta Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 08:39 Hitabylgjan á vesturströnd Norður-Ameríku hefur leikið fólk grátt. Sjúkraliðar huga að manni sem hitinn hefur borið ofurliði í garði í Spokane í Washington í Bandaríkjunum. AP/Colin Mulvany/The Spokesman-Review Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. „Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu. Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu.
Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54