Lyktin af grasinu, af tjaldinu, grillaðar pylsur, ullarpeysur, klístraðir sykurpúðar og Einar frændi með gítarinn að syngja þjóðhátíðarlagið '97 með ævintýralega væmið blik í auga.
Eftir alltof marga mánuði af einhverskonar samkomutakmörkunum eru engin takmörk fyrir því hversu fagnandi við tökum á móti þessu dásamlega frelsi og íslenska sumri.
Frelsið er yndislegt... ekki satt?
Á meðan einhverjir halda upp á brúðkaupsafmælin eru aðrir sem hugsa til gamalla elskenda fullir af eftirsjá og fortíðarþrá.
Vilja reyna aftur.
Gamli vinahópurinn, sem er núna allur á lausu, ætlar sko að hafa gaman. Allir með spánýjan útilegubúnað, í ný vöxuðum Barbour jökkum og búnir að versla besta grillkjöt sem völ er á.
Nú skal horfa fram á veginn, gleyma vandamálum fortíðarinnar.
Þangað til klukkan verður trúnó, tásurnar kaldar og majonesan gul.
Við sköpum yfirleitt bestu minningarnar í ferðalögum. Hvort sem það er í útilegu með bestu vinunum eða í sumarbústað með fjölskyldunni. Tónlistin spilar þar stóran sess. Hún gefur, gleður, peppar og kveikir á allskonar tilfinningum.
Makamál tóku saman lagalista með hundrað íslenskum lögum sem eiga það öll sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um ástina og vera sérstaklega útileguvæn.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast lagalistann Íslensk útileguást hér fyrir neðan:
Fyrir ástarþyrsta ferðalanga er einnig hægt að nálgast fyrir lagalista Makamála hér fyrir neðan:
SEXÍ LISTINN
ÁSTARSORG
ÍSLENSK ÁSTARLÖG
Ertu búin(n) að pakka öllu fyrir helgina?