Liverpool sagt vilja að kaupa „raðmeistarann“ frá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 09:30 Kingsley Coman hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þekkir ekkert annað en að verða meistari með sínu liði. Hér er hann með Meistaradeildarbikarinn í fyrra. Getty/Michael Regan Að vera með Kingsley Coman í liði sínu hefur bara þýtt eitt undanfarinn áratug. Þú verður meistari. Nú vill Liverpool nýta sér þjónustu franska raðmeistarans samkvæmt fréttum að utan. Augu margra eru nú á Jürgen Klopp og Liverpool eftir að Manchester United gekk í vikunni frá kaupunum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Það þykir líklegt að Liverpool komi með einhvers konar mótleik. Klopp has been tipped to respond to Man Utd's Jadon Sancho deal with a Liverpool signing of his own https://t.co/sfDqkWE2a6— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 2, 2021 Sumir miðlar nefna franska vængmanninn Kingsley Coman hjá Bayern München sem leikmann sem gæti bætt miklu við Liverpool liðið. Sömu miðlar telja sig vita að Liverpool hafi mikinn áhuga. Coman hefur ekki framlengt samning sinn við þýsku meistaranna en samningurinn rennur þó ekki út fyrr en í lok júní 2023. Það hefur þó verið bent á það af öðrum miðlum að fréttirnar gætu þó hafa komið frá umboðsmanni leikmannsins sjálfs sem vill komast í ensku úrvalsdeildin. NEW: Reports of Liverpool s interest in Bayern Munich's Kingsley Coman and Donyell Malen of PSV Eindhoven appear at present to be emanating from representatives of the respective players pressing for a move to the Premier League. #awlive [liverpool echo] pic.twitter.com/GANW22kDDu— Anfield Watch (@AnfieldWatch) July 1, 2021 Kingsley var með átta mörk og fimmtán stoðsendingar í 36 leikjum í deild og Meistaradeild á síðustu leiktíð. Liverpool hefur verið orðað við Kingsley Coman í nokkurn tíma en það fer tvennum sögum af því hvort að kaupverðið geti orðið í kringum tuttugu milljónir punda eða hvort að Bayern vilji fá hátt í hundrað milljónir punda fyrir leikmanninn. Coman er enn bara 25 ára gamall en hann hefur orðið meistari á hverju tímabil síðan að hann byrjaði sem atvinnumaður. Hann vann tvo titla með PSG, svo tvo titla með Juventus og hefur síðan unnið sex titla í röð með Bayern. Coman náði því meðal annars að verða bæði ítalskur og þýskur meistari tímabilið 2015-16 þegar hann færði sig yfir á miðju tímabili. Coman komst líka í fréttirnar fyrir að tryggja Bayern München sigur í Meistaradeildinni í fyrra og þá hefur hann spilað yfir þrjátíu landsleiki fyrir Frakka. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Augu margra eru nú á Jürgen Klopp og Liverpool eftir að Manchester United gekk í vikunni frá kaupunum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Það þykir líklegt að Liverpool komi með einhvers konar mótleik. Klopp has been tipped to respond to Man Utd's Jadon Sancho deal with a Liverpool signing of his own https://t.co/sfDqkWE2a6— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 2, 2021 Sumir miðlar nefna franska vængmanninn Kingsley Coman hjá Bayern München sem leikmann sem gæti bætt miklu við Liverpool liðið. Sömu miðlar telja sig vita að Liverpool hafi mikinn áhuga. Coman hefur ekki framlengt samning sinn við þýsku meistaranna en samningurinn rennur þó ekki út fyrr en í lok júní 2023. Það hefur þó verið bent á það af öðrum miðlum að fréttirnar gætu þó hafa komið frá umboðsmanni leikmannsins sjálfs sem vill komast í ensku úrvalsdeildin. NEW: Reports of Liverpool s interest in Bayern Munich's Kingsley Coman and Donyell Malen of PSV Eindhoven appear at present to be emanating from representatives of the respective players pressing for a move to the Premier League. #awlive [liverpool echo] pic.twitter.com/GANW22kDDu— Anfield Watch (@AnfieldWatch) July 1, 2021 Kingsley var með átta mörk og fimmtán stoðsendingar í 36 leikjum í deild og Meistaradeild á síðustu leiktíð. Liverpool hefur verið orðað við Kingsley Coman í nokkurn tíma en það fer tvennum sögum af því hvort að kaupverðið geti orðið í kringum tuttugu milljónir punda eða hvort að Bayern vilji fá hátt í hundrað milljónir punda fyrir leikmanninn. Coman er enn bara 25 ára gamall en hann hefur orðið meistari á hverju tímabil síðan að hann byrjaði sem atvinnumaður. Hann vann tvo titla með PSG, svo tvo titla með Juventus og hefur síðan unnið sex titla í röð með Bayern. Coman náði því meðal annars að verða bæði ítalskur og þýskur meistari tímabilið 2015-16 þegar hann færði sig yfir á miðju tímabili. Coman komst líka í fréttirnar fyrir að tryggja Bayern München sigur í Meistaradeildinni í fyrra og þá hefur hann spilað yfir þrjátíu landsleiki fyrir Frakka.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira