Öll þrjú vítin varin í Eyjum: „Sérstakt“ að sú markahæsta fari ekki aftur á punktinn Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 16:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir með boltann eftir að hafa gripið hann í seinni vítaspyrnu ÍBV. Stöð 2 Sport Öll þrjú vítin í leik ÍBV og Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta á þriðjudag voru varin. Íris Dögg Gunnarsdóttir varði tvö víti í marki Þróttar og tryggði liðinu sínu 2-1 útisigur. Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira