Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein minni en kvenna á Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 19:01 Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. vísir/sigurjón Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein eru heldur minni en kvenna á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri rannsókn. Þrettán prósent láta lífið á fyrstu fimm árum eftir greiningu hér á landi. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira