Diljá Ýr skoraði í stórsigri á Kristianstad Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2021 19:00 Diljá Ýr og félagar hennar eru í öðru sæti deildarinnar. Göteborgs Posten/Vísir Tveir leikir voru á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni síðdegis. Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni þar sem Häcken vann 6-2 sigur á Kristianstad en Växjö þoldi 2-0 tap fyrir Eskiltuna. Fyrir leik kvöldsins var Häcken í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en Kristianstad sæti neðar með stigi minna. Annað sætið var því í húfi. Diljá Ýr Zomers byrjaði á vinstri kantinum hjá Häcken en Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad. Lið Häcken byrjaði betur þar sem Johanna Rytting Kaneryd kom liðinu í forystu þegar hún fylgdi eftir langskoti sem varið var út í teiginn á 12. Mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Diljá Ýr Zomers forystu Häcken þar sem hún var alein á teignum og afgreiddi vel. Diljá Ýr fékk svo svipað færi síðar í fyrri hálfleiknum þar sem vörn Kristianstad var aftur ansi tætinsleg en skot hennar hafnaði í stönginni. 2-0 stóð í hléi og Häcken leiddi sanngjarnt þar sem gestirnir frá Kristianstad voru langt í frá líklegar fram á við. Kristianstad fékk hins vegar gefins líflínu þegar Milica Mijatovic skoraði klaufalegt sjálfsmark eftir hornspyrnu sem breytti stöðunni í 2-1 á 65. mínútu. Stina Blackstenius drap hins vegar vonarneista Kristianstad með marki aðeins tveimur mínútum síðar og Emma Kullberg kom Häcken 4-1 yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Emma Petrovic minnkaði muninn í 4-2 fyrir Kristianstad á 85. Mínútu en Stina Blackenstius var ekki hætt. Hún skoraði annað mark sitt á 90. Mínútu og það þriðja í uppbótartíma. Lokatölur 6-2 fyrir Häcken sem eru nú með 23 stig í öðru sætinu, fimm stigum frá toppliði Rosengard, en Kristianstad er með 19 stig í þriðja sætinu og er í hættu að missa þriðja sætið í hendur Hammarby sem er með 18 stig sæti neðar og á leik inni. Þá lék Andrea Mist Pálsdóttir allan leikinn fyrir Växjö sem tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Eskiltuna. Växjö leitar enn síns fyrsta sigurs og er með þrjú stig á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins var Häcken í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en Kristianstad sæti neðar með stigi minna. Annað sætið var því í húfi. Diljá Ýr Zomers byrjaði á vinstri kantinum hjá Häcken en Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad. Lið Häcken byrjaði betur þar sem Johanna Rytting Kaneryd kom liðinu í forystu þegar hún fylgdi eftir langskoti sem varið var út í teiginn á 12. Mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Diljá Ýr Zomers forystu Häcken þar sem hún var alein á teignum og afgreiddi vel. Diljá Ýr fékk svo svipað færi síðar í fyrri hálfleiknum þar sem vörn Kristianstad var aftur ansi tætinsleg en skot hennar hafnaði í stönginni. 2-0 stóð í hléi og Häcken leiddi sanngjarnt þar sem gestirnir frá Kristianstad voru langt í frá líklegar fram á við. Kristianstad fékk hins vegar gefins líflínu þegar Milica Mijatovic skoraði klaufalegt sjálfsmark eftir hornspyrnu sem breytti stöðunni í 2-1 á 65. mínútu. Stina Blackstenius drap hins vegar vonarneista Kristianstad með marki aðeins tveimur mínútum síðar og Emma Kullberg kom Häcken 4-1 yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Emma Petrovic minnkaði muninn í 4-2 fyrir Kristianstad á 85. Mínútu en Stina Blackenstius var ekki hætt. Hún skoraði annað mark sitt á 90. Mínútu og það þriðja í uppbótartíma. Lokatölur 6-2 fyrir Häcken sem eru nú með 23 stig í öðru sætinu, fimm stigum frá toppliði Rosengard, en Kristianstad er með 19 stig í þriðja sætinu og er í hættu að missa þriðja sætið í hendur Hammarby sem er með 18 stig sæti neðar og á leik inni. Þá lék Andrea Mist Pálsdóttir allan leikinn fyrir Växjö sem tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Eskiltuna. Växjö leitar enn síns fyrsta sigurs og er með þrjú stig á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira