Útilokuð frá Ólympíuleikunum en lofar því að verða heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 09:30 Sha'Carri Richardson er enn bara 21 árs gömul og á því framtíðina fyrir sér. Getty/Cliff Hawkins Sha'Carri Richardson hefur allt til þess að bera til að verða næsta súperstjarna í frjálsum íþróttum en marijúana notkun hennar kom fram á lyfjaprófi á dögunum og missti hún fyrir vikið keppnisrétt inn á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Sjá meira
Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Sjá meira