Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2021 22:36 Frá Oddahátíð um helgina. Gammabrekka, sú sem hæst stendur, sést lengst til vinstri. Arnar Halldórsson Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. Áætlað er að hátt í þrjúhundruð manns hafi sótt Oddahátíð á laugardag en þar var boðið upp á guðsþjónustu, veitingar, ræðuhöld og tónleika. Þótti við hæfi að þessi merki sögustaður skyldi vera valinn sem vettvangur fyrir fyrstu opinberu tónleika nýjustu sinfóníuhljómsveitar landsmanna, en myndir frá hátíðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjölmennt var í Odda á Rangárvöllum á laugardag. Hér bjuggu foringjar Oddaverja, helstu valdaættar Sturlungaaldar.Arnar Halldórsson Hápunkturinn var frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, með Karlakór Rangæinga, Kvennakórnum Ljósbrá, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara, á lagi Gunnars Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar, Á Gammabrekku. Matthías samdi kvæðið um Odda en hann var þar prestur um sex ára skeið. Afsteypa af Sæmundi á selnum, styttu Ásmundar Sveinssonar, er í Odda. Hún vísar til þjóðsögunnar um það hvernig Sæmundur fróði átti að hafa, með aðstoð Kölska, komist til Íslands frá námi í Frakklandi og hreppt Odda.Arnar Halldórsson „Þetta eru fyrstu svona opinberu tónleikar, segjum við. Síðastliðið haust spiluðum við á grunnskólatónleikum, fórum í grunnskóla,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. „En við erum hérna með átján hljóðfæraleikara í dag. Og stefnum á tónleika á næsta vetri með talsvert fleiri hljóðfæraleikurum." Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.Arnar Halldórsson Þess var minnst að þrjátíu ár eru frá því félag um endurreisn Odda var stofnað. Helsti frumkvöðullinn og fyrsti formaður Oddafélagsins, Þór Jakobsson, segir að takmarkið hafi verið að kynna gullöld Oddaverja og sögu staðarins síðan. Félagið beitir sér nú fyrir því að þar rísi menningar- og fræðasetur í nafni Sæmundar fróða sem og stór kirkja sem jafnframt þjóni sem tónlistarhús héraðsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Við lítum svo á að slík stofnun eigi hvergi betur heima en í Odda. Vegna sögu staðarins annarsvegar og hinsvegar vegna miðlægrar staðsetningar hér í héraðinu,“ sagði Ágúst Sigurðsson, núverandi formaður Oddafélagsins, í hátíðarræðu. „Og við hlökkum mjög til þess, - þeirrar framtíðar,“ segir Guðmundur Óli, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Tónlist Þjóðkirkjan Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Áætlað er að hátt í þrjúhundruð manns hafi sótt Oddahátíð á laugardag en þar var boðið upp á guðsþjónustu, veitingar, ræðuhöld og tónleika. Þótti við hæfi að þessi merki sögustaður skyldi vera valinn sem vettvangur fyrir fyrstu opinberu tónleika nýjustu sinfóníuhljómsveitar landsmanna, en myndir frá hátíðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjölmennt var í Odda á Rangárvöllum á laugardag. Hér bjuggu foringjar Oddaverja, helstu valdaættar Sturlungaaldar.Arnar Halldórsson Hápunkturinn var frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, með Karlakór Rangæinga, Kvennakórnum Ljósbrá, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara, á lagi Gunnars Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar, Á Gammabrekku. Matthías samdi kvæðið um Odda en hann var þar prestur um sex ára skeið. Afsteypa af Sæmundi á selnum, styttu Ásmundar Sveinssonar, er í Odda. Hún vísar til þjóðsögunnar um það hvernig Sæmundur fróði átti að hafa, með aðstoð Kölska, komist til Íslands frá námi í Frakklandi og hreppt Odda.Arnar Halldórsson „Þetta eru fyrstu svona opinberu tónleikar, segjum við. Síðastliðið haust spiluðum við á grunnskólatónleikum, fórum í grunnskóla,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. „En við erum hérna með átján hljóðfæraleikara í dag. Og stefnum á tónleika á næsta vetri með talsvert fleiri hljóðfæraleikurum." Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.Arnar Halldórsson Þess var minnst að þrjátíu ár eru frá því félag um endurreisn Odda var stofnað. Helsti frumkvöðullinn og fyrsti formaður Oddafélagsins, Þór Jakobsson, segir að takmarkið hafi verið að kynna gullöld Oddaverja og sögu staðarins síðan. Félagið beitir sér nú fyrir því að þar rísi menningar- og fræðasetur í nafni Sæmundar fróða sem og stór kirkja sem jafnframt þjóni sem tónlistarhús héraðsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Við lítum svo á að slík stofnun eigi hvergi betur heima en í Odda. Vegna sögu staðarins annarsvegar og hinsvegar vegna miðlægrar staðsetningar hér í héraðinu,“ sagði Ágúst Sigurðsson, núverandi formaður Oddafélagsins, í hátíðarræðu. „Og við hlökkum mjög til þess, - þeirrar framtíðar,“ segir Guðmundur Óli, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Tónlist Þjóðkirkjan Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21
Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30
Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent