Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. júlí 2021 17:15 Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000. Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000.
Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent