Þegar bara „rétta” skoðunin er leyfð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. júlí 2021 07:00 Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar