Forsetinn íhugar alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 10:09 Með því að gegna áfram opinberu embætti getur Duterte tryggt að pólitískir andstæðingar freisti þess ekki að fá hann dæmdan í fangelsi fyrir einhverjar sakir. Að minnsta kosti í bili. epa/Francis. R. Malasig Forseti Filippseyja segist vera að íhuga það alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta. Ástæðan er sú að lögum samkvæmt getur hann ekki sóst eftir endurkjöri en hann segist enn eiga ýmsu ólokið. Rodrigo Duterte, sem er 76 ára, sagðist á fundi með pólitískum samherjum sínum í gær að hann væri djúpt snortin vegna allra þeirra áskorana sem honum hefðu borist um að bjóða sig fram til varaforseta. Sagðist Duterte nú íhuga það alvarlega en hann hafði áður sagt það góða hugmynd, þar sem hann ætti eftir að ljúka ýmsum verkum, til dæmis baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum. Forsetinn er orðinn alræmdur fyrir afar gróf ummæli og aðferðir en hann hefur meðal annars sagst hafa myrt mann og annan, haft í hótunum við blaðamenn og kallað aðra leiðtoga „hórusyni“. Duterte nýtur mikilla vinsælda heima fyrir og íbúar landsins virðast almennt ánægðir með forsetann. Andstæðingar hans segja það hins vegar orka tvímælis að hann verði varaforseti, þar sem hann myndi verða forseti ef forsetinn félli frá. Duterte hefur sjálfur viðurkennt að hann yrði „gagnslaus“ varaforseti ef forsetinn, sem er kjörinn í aðskildri kosningu, yrði ekki „vinveittur“. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio, hefur verið efst á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur en feðginin hafa bæði neitað því að hún sækist eftir embættinu. Duterte-Carpio er nú borgarstjóri Davao, líkt og faðir hennar forðum. Duterte hefur sagt að Christopher „Bong“ Go, einn helsti ráðgjafi forsetans, sé hæfur til að gegna forsetaembættinu en Go, sem er þingmaður, segist ekki hafa áhuga. Filippseyjar Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Rodrigo Duterte, sem er 76 ára, sagðist á fundi með pólitískum samherjum sínum í gær að hann væri djúpt snortin vegna allra þeirra áskorana sem honum hefðu borist um að bjóða sig fram til varaforseta. Sagðist Duterte nú íhuga það alvarlega en hann hafði áður sagt það góða hugmynd, þar sem hann ætti eftir að ljúka ýmsum verkum, til dæmis baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum. Forsetinn er orðinn alræmdur fyrir afar gróf ummæli og aðferðir en hann hefur meðal annars sagst hafa myrt mann og annan, haft í hótunum við blaðamenn og kallað aðra leiðtoga „hórusyni“. Duterte nýtur mikilla vinsælda heima fyrir og íbúar landsins virðast almennt ánægðir með forsetann. Andstæðingar hans segja það hins vegar orka tvímælis að hann verði varaforseti, þar sem hann myndi verða forseti ef forsetinn félli frá. Duterte hefur sjálfur viðurkennt að hann yrði „gagnslaus“ varaforseti ef forsetinn, sem er kjörinn í aðskildri kosningu, yrði ekki „vinveittur“. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio, hefur verið efst á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur en feðginin hafa bæði neitað því að hún sækist eftir embættinu. Duterte-Carpio er nú borgarstjóri Davao, líkt og faðir hennar forðum. Duterte hefur sagt að Christopher „Bong“ Go, einn helsti ráðgjafi forsetans, sé hæfur til að gegna forsetaembættinu en Go, sem er þingmaður, segist ekki hafa áhuga.
Filippseyjar Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira