Hver skipuleggur ferðalög fjölskyldunnar? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. júlí 2021 08:19 Að mörgu er að huga þegar fjölskylduferðin er skipulögð. Sumarfríið, vetrarfríið, útilegan, helgarferðin eða skíðaferðin. Það er að mörgu að huga þegar skipuleggja á frí fyrir fjölskylduna, svo mikið er víst. Panta flug, gistingu, bílaleigubílinn og auðvitað finna besta verðið, bestu kjörin. Gúggla allt, skoða allt. Það þarf að fara yfir allan ferðabúnaðinn, útilegugræjurnar, kannski endurnýja eitthvað skilurðu! Mikilvægt að muna að þvo allan þvottinn, pakka skipulega niður, sjá til þess að allir séu með allt til alls, réttu fötin, fyrir allar mögulegar aðstæður, ávallt viðbúin! Mögulega þarf svo að kaupa ný föt á börnin sem eru búin að stækka óþarflega hratt síðan í síðasta fríi, jesús góður. Svo er það auðvitað allt það sem má ekki gleymast. Muna að endurnýja passana, lyfseðilinn, sækja lyfin, plástrana, kaupa sólarvörn, auka tjaldhæla, svo má alls ekki gleyma spjaldtölvunum, hvað þá hleðslutækjunum, maður lifandi. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að ALLIR séu rosalega peppaðir fyrir fríinu, OKEY! Oftast er fólk með eitthvað kerfi á verkaskiptingu heimilishaldsins og hafa sum hlutverk í gegnum tíðina þótt karllægari eða kvenlægari þó að það sé mikið búið að breytast á síðustu árum. En hvernig ætli þessu sé háttað með skipulagið fyrir fjölskylduferðalagið? Spurning vikunnar er því að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í samböndum og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Konur svara hér: Karlar svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ Makamál Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Makamál Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Móðurmál: Marín Manda um þriðju meðgönguna, fæðinguna og ástina Makamál Bréfið: Óhefðbundið framhjáhald? Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum Makamál Fleiri fréttir Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Sjá meira
Panta flug, gistingu, bílaleigubílinn og auðvitað finna besta verðið, bestu kjörin. Gúggla allt, skoða allt. Það þarf að fara yfir allan ferðabúnaðinn, útilegugræjurnar, kannski endurnýja eitthvað skilurðu! Mikilvægt að muna að þvo allan þvottinn, pakka skipulega niður, sjá til þess að allir séu með allt til alls, réttu fötin, fyrir allar mögulegar aðstæður, ávallt viðbúin! Mögulega þarf svo að kaupa ný föt á börnin sem eru búin að stækka óþarflega hratt síðan í síðasta fríi, jesús góður. Svo er það auðvitað allt það sem má ekki gleymast. Muna að endurnýja passana, lyfseðilinn, sækja lyfin, plástrana, kaupa sólarvörn, auka tjaldhæla, svo má alls ekki gleyma spjaldtölvunum, hvað þá hleðslutækjunum, maður lifandi. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að ALLIR séu rosalega peppaðir fyrir fríinu, OKEY! Oftast er fólk með eitthvað kerfi á verkaskiptingu heimilishaldsins og hafa sum hlutverk í gegnum tíðina þótt karllægari eða kvenlægari þó að það sé mikið búið að breytast á síðustu árum. En hvernig ætli þessu sé háttað með skipulagið fyrir fjölskylduferðalagið? Spurning vikunnar er því að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í samböndum og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Konur svara hér: Karlar svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ Makamál Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Makamál Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Móðurmál: Marín Manda um þriðju meðgönguna, fæðinguna og ástina Makamál Bréfið: Óhefðbundið framhjáhald? Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum Makamál Fleiri fréttir Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Sjá meira